Nú hef ég verið í föðurlandinu… á arfa margan máta hef ég verið í föðurlandinu. Fyrir það fyrsta var ég stödd á Íslandi fyrir ekki svo löngu og þá einmitt gisti ég heima hjá Yfirpabba og svo var ég allstaðar bara á sokkabuxunum. Já ég var ekki feimin við að vaða um Hvammstanga á sokkabuxunum, með afturendann fagra í eftirdragi.

Ferðina byrjaði ég á því að fljúga með Express, sem ég hef reyndar aldrei lent í neinum vandræðum með… öðrum til mikillar undrunar. Ég var svo lánsöm að ekki var neinn í miðjunni en maðurinn sem í minni röð sat minnti mig mjög mikið á hann þarna í Birginu. Ég fattaði það ekkert svosem fyrr en ég var komin út. EKki að ég hefði gripið til aðgerða, hefði kannski sleppt því að bora tánum undir rassakinnina á honum til að ná hlýju í þær.. nei DJÓK.

Ég brenndi beinustuleið norður í land með mági mínum og í skemmstu máli var hápunkturinn sá þegar ég bjargaði Félagsheimilinu frá því að brenna til kaldra kola í skíðum logum elds sem kveiknaði þegar servíetta sem var undir spirttkerti fauk yfir það. Já, viðbröð mín voru það rosaleg að enginn nema konan mín hún Dísa Kræst sá. Hefði þegið þakkarræðu og jafnvel fé verðlaun frá sveitarstjórninni. Hvað um það.

Við Dísa spiluðum líka á vor silvur rör í téðu félagsheimili. Ekki vorum við einar því í einu laginu spiluðu tvær Ellur fjórhent á píanóið og á þriðja rörið, samt á fyrstu flautu, spilaði Vigdís dóttir Ellu eldri.

Og ég fór líka í höfuðborgina. Þar fór ég meðal annars í heitapottinn í Vesturbæjarlauginni, en það er jú minn uppáhaldsstaður. Í vesturbænum er ég að mestu uppalin og er því KR-ingur, ansi erfitt að hrista það afsér. Mér hinsvegar til mikillar mæðu í Vesturbæjarlauginni var að ég hitti fyrir að minnsta kosti 5 annaðhvort pung eða píku hár, þau syntu þarna saman með öllum dauðu húðflyksunum sem ég reyndar vissi að væru þar. Lekkert.

Og þá brunaði ég í sumarhús. Sumarhúsið var með heitum potti sem við fórum í alveg tvisvar á dag. Það var frrrrábært. Öl, stjörnubjart, heitur pottur, eiginkonan, nammi birgðir sem hefðu getað enst út árið, villtar flautu æfingar (bara þar sem við spiluðum nótur, enginn funny business here), góður matur og Ástríður sem er nýja uppáhaldið mitt.

Há og endapunktur ferðarinnar var síðan skírnarveisla nýjasta barns míns. Þar spiluðum við líka á rörin. Furðulega var að þegar við byrjuðum að spila síðasta lagið þá þutu foreldrarnir frá “púltinu” hentu hinum ný skírða Ágústi Ægi í fangið á ömmu Grrrrögnu og dróu bæði karl föður voran og Oliver bróður Hinna upp að púltinu. Við erum nú svo fimar í nótum að við fipuðumst ekkert. Þá tóku þau bara uppá því að gifta sig í miðjum klíðum, var ekki heppilegt að við vorum akkúrat að spila réttan (en ekki lagið sem spilað er þegar brúðhjón labba út úr kirkjunni) brúðarmars?…þvílík tilviljun.

081109

Fingraleikfimi stunduðu þau með mikilum tilþrifum. Markmiðið var að stökkva í hringinn.

081109_2

Þau unnu bæði :)

081109_4

Ágúst Ægir æðislegi hjá Ömmu Grrrrögnu. Hann eeeeer svo sætur. Það hlítur að vera forréttindi að vera yngstur og vera strákur, þeir eru svo æðislegir :)

Dásamlegu brúðhjón Hinni, sem nú heitir Eiginmaður (enda eini í fjölskyldunni, hehehehe) og Bryndís yfirkvendi á Hafnfirsku völlunum til hamingju með þennan frábæra dag og dásemdar ákvörðun. Héðan koma mínar hlýjustu óskir um gott samlíf og kynlíf í endalausu magni (down Eiginmaður) um aldur og ævi. Passa hvort annað blablabla, rækta sambandið… hlusta á það sem presturinn sagði… ég held samt að þið eigið eftir að vera frábær saman ef þið bara eruð þið sjálf og eruð ekki fyrir hvort öðru while doin it.

Halllilúja.