Afhverju kemur þetta upp þegar ég googla “brúðarterta” ?

Annars á ég erfitt með að nota orðið brúður. B R Ú Ð U R. Minnir mig á að vera dúkka. Og brúðkaup… kaupa brúði, kaupa dúkku. Ég veit samt að það er brúða sem þýðir dúkka… þú veist.. ekki alveg halda að það hafi verið helt úr mér vitinu.

Það er þá bara þannig að Bóndinn sé að kaupa sér dúkku þann 16.júlí.

Þér er boðið! Öllum lesendum lifandi dagbókar minnar er boðið. Þetta er á Auðunarstöðum 16.júlí kl 13. Kaffi á eftir í Víðihlíð. Láttu mig bara vita á netfangið ef þú vilt koma :) Það verður án efa merkilegt þegar Bóndinn kaupir dúkku, eitthvað sem allir vilja sjá og enginn mun gleyma.