Síðastliðinn 16.júlí eru bara tvö ár síðan ég gekk inn félagsheimilisgólfið með föður minn mér til halds og trausts (svo ég myndi ekki roðna fyrir allan peninginn og falla svo í yfirlið, það var svo margt fólkið og allir með tvö augu sem gláptu á mig með óskiptri athygli… og allir mjög nálægt), í áttina að tilvonandi eiginmanni. Sem þýðir að við eigum bómullarbrúðkaupsafmæli í ár.

vid-pabbi

Minnist þess svona annanhvern dag, hinn daginn er ég í sjálfsvorkun og fýlu, að ég setti kassa og blöð við hann við innganginn og bað nú fólk með reynslu af hjónabandi að skrifa til okkar litla kveðju með hjónabandsráðum. Næstum því án undantekninga þá bauð okkar fagra fjölskylda okkur ráðið “þolinmæði”.

Það þykir mér gott ráð og hef þessvegna hætt að ergja mig á umgangi eiginmannsins í hans eigin fataskáp. Reyndar er töluvert langt síðan ég fór að njóta þess að henda bara fötunum hans einhvernveginn inní skápinn. Já já og svo ægi ég saman brókum og bolum, nærfötum og sokkum.

Annað gengur sinn vanagang. Þrír elstu erfingjar krúnunnar hafa dvalið norður í landi hjá Ömmu L og hafa það dásamlega gott að mér heyrist. Fékk sendar myndir af þeim í gær þar sem þau sátu við át.

krakkar-saetir

Ég öfunda þau. Þarna er gott veður og þau grilluðu og svo eru þau hjá ömmu. Ég man sko vel eftir því hvernig tilfinning það er að vera hjá ömmu sinni. Hún er engu lík.

image

Smábarnið hefur það á meðan eins og því sýnist. Við foreldrarnir erum ennþá furða yfir hvað við erum góð í að búa til manneskjur.