Kæra bloggbók.

Ég er alltaf að hugsa um að skilgreina hvað ég skrifa hér inn, að það þurfi að fylgja einhverri ákveðinni stefnu. T.d hef ég velt fyrir mér hvor ég eigi að vera þessi hressa, sem er alltaf að segja að allt sé ekkert mál og allt sé frábært hjá mér. Eða þessi sem er með heilsuna og mataræðið á heilanum og fara að hrúga hér inn uppskriftum af mat með kókosolíu og agave sírópi. Eða hvort ég eigi að vera kvartarinn og kvarta yfir öllu útí eitt. Eða sú sem er alltaf að pósta einhverju fallegu.

Skemmst er frá því að segja, kæra bloggbók, að ég er bæði allt og ekkert af þessum ímynduðu internetpersónum hér að ofan. Ég er of sjálfmiðuð og of illa að mér í að tileinka mér lífstíla til að geta verið annað en ég nákvæmlega er og mér getur heldur ekki fundist neitt annað. Ef ég er í fýlu, þá er ég í fýlu.

Ég trúi sterklega á að hver hafi sinn djöful að draga og er lítið fyrir að láta mér líða betur á kostnað þess hve aðrir hafa það slæmt.

Næsti póstur verður þessvegna klárlega kvartblogg.