Mér finnst, þegar banki (Arion banki) setur fram svona yfirlýsingu í auglýsingum eins og “Bláakortið borgar sig” að ég eigi að fara og fá mér bláakortið, nota það alveg villt og galið og fara svo í bankann og spyrja afhverju kortið er ekki búið að borga sig þegar að gjalddaga kemur.

Svo þegar ég fæ póst frá einhverjum sem ég þarf að borga, fæ nú reyndar ekki öðruvísi póst en frá einhverjum sem ég þarf að borga, afhverju er þetta ekki öfugt frekar? Þá vil ég ekki vera kölluð skuldari. Ég vil vera kölluð bara nafninu mínu, eða greiðandi eða eitthvað þannig, ekki skuldari.