*Bit af ýmsu tagi hafa hrjáð okkur hér í blokkunum tveimur. AHG hafa fengið svæsin bit…mikið svæsnari en við. En við erum eymingjar og kvörtum og kveinum. Bitin eru þannig stundum að þau klæjar endalaust og mann langar að kroppa eigið skinn af. Önnur taka uppá því að bólgna og svæði í kringum bitin verður rautt og þrútið. Síðustu helgi vaknaði ég með uþb 20 bit á fótunum og tvö í andlitinu. Nammi. Fékk svo eitt í dag, mér finnst þetta alveg rohosalega ógesslegt. Hvar var flugan t.d á undan hún ákvað að stinga mig og drekka úr mér blóðið???
*Nú er klukkan 22:20 en daninn sem venjulega er búinn að vinna áður en hann byrjar er hér í hverfinu að götusópa með tilheyrandi hávaða…furðulegur tími líka þar sem það er helgi og allir heima á föstudagskvöldi…
*Við fórum í mat áðan yfir á AHG. Þar heyrðum við skemmtilega sögu af flugum sem eru mjög algengar á norðurlöndunum (væntanlega fyrir utan Ísland). Þær hafa þann háttinn á að þær bora hausnum oní skinnið á fólki og drekka þar blóð meðan þær anda með rassgatinu. Það má ekki taka þær af því þá verður hausinn eftir og það ku vera hættulegt. Ráðið er að setja vaselín á rassinn á þeim, þá kafna þær og þá er hægt að taka þær úr. Spurning um að vera alltaf með vaselín við höndina…