..þegar ég segi þér að ég VEIT hvað á að gera. Ég veit alveg að það á að borða hollt, hreyfa sig og sleppa nammi… nema á fyrirframákveðnum nammidögum.

Ég veit meira að segja hvað er hollur matur og get sorterað nammi frá venjulegum mat. Ekki gleyma að drekka vel af vatni, en ekki of mikið því þá færðu bara þvagleka.

Afhverju geri ég þetta ekki bara? Byrja bara núna að borða hollan mat í hvert mál og ekki meira nammi inn fyrir mínar varir?

Útaf því að þetta er fíkn (pú á þig sem hugsar með þér “hva..er þetta nú ekki of hart til orða tekið..þú ert ekkert haldin neinni fíkn, svonahh! Taktu þig saman í andlitinu stelpa”). Ég mun ekki kannast við að hugsa þannig um einstaklinga sem haldnir eru einhverri fíkn að þeir séu aumingjar.

Það er ekki hægt að segja við fíkilinn í manni, “hættu bara”.  Hann skilur ekki einusinni þessi orð. Þetta væri eins og að segja : “sldfeiwroewj ekrwlro”.

Það er ekki hægt að segja honum bara til. Hann verður sjálfur að verða fyrir hugarfarsbreytingu.

Ég er á hnjánum að biðja um þessa hugarfarsbreytingu.