Fjársjóði er að finna á mörgum stöðum. Marga er að finna í Góða hirðinum. Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef fundið margt skemmtilegt í þeim góða. Mér til mikillar skelfingar uppgötvaði ég núna um daginn að ég fór sennilega í fyrstaskipti í Góða hirðinn fyrir að verða 13 árum síðan og keypti þar rimlarúm á 500 og baðskiptiborð líka á 500. Pússaði rúmið og lakkaði og skipti um dýnu á baðskiptiborðinu..já! og þreif það þar til allur grunur minn um ófögnuð frá öðru fólki var með öllu upprættur.

Skelfilegt til þess að hugsa að það séu í raun 13 ár síðan ég var að gera eitthvað fullorðins, ég sem er ekki einusinni ennþá orðin fullorðin, reikni maður með að það að vera fullorðinn feli í sér að gera ekki mistök yfir höfuð.

Að Góða hirðinum aftur. Þar er margan fund að finna og fann ég einmitt síðasta föstudag fádæma flotta ljósakrónu sem ég ætla að mála í túrkís. Hengja hana svo upp, uppi. Held það verði ferlega huggulegt.

Af því að ég er konan þá hef ég ekki leyfi til að nota peninga vora og fór því út úr þeim góða og í bílinn og sendi Eiginmanninn, sem afturá móti hefur peningaleyfið, til að skoða krónuna og kaupa.

Hann kom út með þetta:

threk-hjolJá, fagur er fákurinn. Ljósakrónan fékk að fljóta með, set nú bara mynd af henni þegar hún er komin í loftið með nýjum lit.