image

Örverpið fallega situr sem venjulega síðastur við matarborðið, eða hefur farið og komið aftur til að sitja um afgangana, og er að háma í sig gulrótafóstrin (gulrætur sem eru um það bil 1 til 3 cm að lengd) sem voru uppskera ársins úr leigugarðinum í Fossvogi í ár.

Hann: ” mamma, svona ávextir (meinti gulræturnar) eru mikið betri en hinir. Þú veist, þeir eru mikið betri þessir sem vaxa uppúr mold.”

Ég: “..ha? ertu að meina heldur en þeir sem við kaupum útúr búð?”

Hann: ” já”

Jebb.. borgarbörn eiga það til að vita ekki hvaðan mjólkin kemur og hinir sjá ekki fyrir sér að vondar gulrætur frá útlöndum í plastpoka keyptar í búðinni geti átt nokkra samleið með þeim sem við ræktuðum í mold.