2015-08-19 18.51.53

Fagri. Eða ætti ég að sega Stóri? Hann kom til mín fyrir nokkrum vikum síðan og sagðist eiginlega vanta svolítið peysur. Hann finndi ekki þessa bláu (flíspeysa sem ég “faldi” í byrjun sumars þar sem hún virtist vera gróin föst við hann að hluta) og hinar væru eiginlega svolítið litlar.

Svo liðu nokkrar heitar vikur. Peysur ekki ofarlega í huga mér. Þá byrjaði síðan skólinn og þá var eiginlega svolítið betra að hafa peysu við hendina. Hann kom til mín aftur fyrir nokkrum dögum og sagði: “mamma, þegar þú ferð að kaupa peysu, geturðu þá keypt eina sem er ekki eins og þessi gula, gráa og bláa og gráa, ermarnar á þeim verða svo hratt stuttar..”.

Ermarnar verða svo hratt stuttar, bansettar peysurnar, með ermar sem styttast bara.

Annars er búið að vera SVO gott veður. Ég hafði tæknilega séð gefið upp vonina um að það kæmi eitthvað sumar hér en síðustu 4 vikur hafa verið geggjaðar. Alltaf um og yfir 22-25 gráður. Í dag var ábyggilega heitara.

Við fórum í ávaxtaleiðangur.

2015-08-22 10.29.46

 

Brómber. Við fundum heilu runnana af brómberjum. Þau eru mega falleg. Bína fékk sér nokkur, henni fannst þau æðisleg.

2015-08-16 11.15.18

Þetta eplatré er við hús nágranna okkar. Fyrir Íslendinginn er alltaf, þó það séu 8 ár síðan við komum merkilegt að sjá eplatré, perutré, plómutré, bláber, brómber, hindber svo eitthvað sé talið, í tonnatali bara við gangstéttina í hverfinu og ég tala nú ekki um í skóginum.

2015-08-16 11.15.24

Smá nærmynd af eplunum. Mega mörg og svakalega stór.

2015-08-07 12.44.05

Ég veit að þetta eru margir kramdir ávextir á götu en mér finnst þetta bara svo skemmtilegt, þá að það geti í alvöru bara verið ávextir á götunni úr trénu fyrir ofan. Gáttuð alla daga.

2015-08-22 15.30.17

Samvkæmt dönskum lögum má maður týna eins og kemst í hattinn manns. Lögin hafa verið nútímavædd og nú er talað um poka. Talað er um að það sé nóg fyrir alla og endilega megi týna. Við fórum í Amagerfælled í dag við Eiginmaður og Bína í rannsóknarleiðangur. Vorum að leita að epla og perutrjám. Hindberjum og brómberjum. Við fundum nokkur eplatré, ekkert perutré og svakalega marga brómberjarunna. Eiginlega vex það bókstaflega útum allt.

Eplin eru kannski ekki alveg klár ennþá. Er að vonast til að komast í týnslu með Maríu vinkonu þegar hún fer. Þarf að fá einhvern til að sýna mér handtökin. Svo vantar okkur svona týnu á löngu priki. Fundum eitt tré þar sem eplin voru þannig staðsett að Eiginmaðurinn gat plokkað nokkur af sem ekki voru pínulítil og húrrandi græn. Þessi eru reyndar lítil, en aðeins byrjuð að roðna. Og smá sýnishorn af brómberjum

Næst ætla ég ekki að fara á kjól í flippurunum í týnsluferð. Ég ætla í leðurgalla og stígvélum, með stiga og allskonar týnsluverkfæri.

2015-08-22 15.27.41

Til þess að ljúka þessari ræðu um mat ekki úr búðinni þá elduðum við (lesist Eiginmaðurinn) læri í kvöld og allt kryddið er heimaræktað, allt þetta græna úr svalagarðinum og laukurinn úr garðinum hennar Maríu.

2015-08-21 16.19.42

Vindum okkur að öðru þá. Hvaða rólufyrirbæri er þetta eiginlega? Þetta er á leikvelli nálægt vöggustofunni hennar Bjútíbínu, þar eru dýr og við förum stundum þangað á leiðinni heim.

Ég vissi ekkert hvernig ég átti að láta barnið sitja, já eða liggja í þessu apparati. Endaði með að láta hana fyrst sitja en svo liggja á maganum.. þetta einhvernveginn var ekki að gera sig fyrir mig.

2015-08-21 15.57.16

Heilsa uppá póní hestinn sem þarna var. Hann átti vin, sem líka er póníhestur og svo er þarna einn stór hestur. Held að stóri hesturinn ráði.

2015-08-21 16.07.50

Með eindæmum spennandi húskofi. Er ekkert merkilegt að barnið sé með þrár hendur og ein af þeim er svaka stór?

2015-08-21 16.15.12

Og eins og sannir íbúar þessa lands þá vorum við með nesti. Vatn á brúsa, niðurskorin epli og ferskar grænar baunir.

2015-08-21 16.27.30

Ég er geggjað mikið að fýla allar baunirnar, ég brosi inní mér. Ég er upptekin af hárinu á mér þessa dagana. Ég er alltaf með það eins og hef verið með það eins í 2 áratugi. Það var stórt skref að klippa það. En að finna uppá einhverju öðru en að vöðla því í stóra klemmu er að reynast þrautin þrengri.

Ég skarta því tveimur fléttum í dag. Verst er að ég er svo brunnin eftir daginn að ég myndast ekki.

Lifi hitinn og sólin og vatnið í krananum mínum! HÚRRAAAA!

(Þú kannt að spyrja hvar eiginlega eldri börnin mín tvö eru, bara aldrei nánast myndir af þeim.. það get ég nefnilega sagt þér. Þau eru í herberginu sínu. Með lokað. Í tölvunni og með önugheit og únglíngastirðleika á geði.)