Nú erum við svo lánsöm að eiga 7 ára strák, 6ára stelpu og næstverandi afmælisbarn þá 3 ára Sindra.(skildi þetta einhver…??)

Sunneva Eldey átti bara alveg ágætan dag. Er ekki frá því að hún hafi stækkað töluvert milli afmælisdaga. Í tilefni dagsins þá buðum við AB og AHG í hádegismat sem enda átti með kökum. Í matinn var fiskisúpa ala mAmma Lóa elduð af syni hennar sem getinn er af Birni syni Þorvaldar syni Björns…syni Þorvaldar og svo gæti ég leeeeengi talið.  Fiskisúpan, eða sjávarréttasúpan kannski réttara sagt var dásamleg og kökurnar sem Bóndinn gerði líka frábærar. Ég er aðeins í vafa um hvort ég er frívillig flutt úr eldhúsinu eða hvort mér var sparkað þaðan út..

En, Sunneva fékk margar fallegar gjafir, sumar frá okkur og aðrar komu með póstinum, rétt náði inn fyrir á laugardaginn, skilst að það sé pínu meira á leiðinni :) Hún fékk frá okkur náttkjól, kjól, tölvuleik í tölvuna hans Gumma (hehe, svo hún geti fengið hana lánaða) og dúkku barnahjólastól, s.s svo hún geti sett dúkkuna sína í stól aftan á hjólinu sínu. Þá fékk hún kjól og spariskó frá mÖmmu Rögnu og súper sætan hund og ballett pils frá Bryndísi frænku svo eitthvað sé talið.

Svo átum við kökur í þrjá tíma eftir matinn. Heimilið er allt í súkkulaði og svoleiðis á það að vera. Umræðurnar við hið dásamlega illa farna en samt mjög flotta en ekki svo hvíta ennþá eldhúsborð vort voru fjörlegar og ég er ekki frá því að við höfum hlegið frekar mikið. Svo fengum við líka auka gest, það var Rabbi vinur vors og blóma. Hann kom með Láru Huld í rigningunni og var að sjálfsögðu boðinn velkominn til eldhúsumræðna.

Í tilefni af öllu þessu þá er pínu myndablogg hér.