Fleiri sjöl í jólapakkann! Gerði annað sjal í jólapakkann handa mömmu minni. Í það skiptið fór ég í eigin persónu í Handprjón í Hafnarfirði og valdi þetta líka undursamlega garn. Túrkís á lit, blanda af ull og silki, dúndur mjúkt og ég vildi að ég hefði átt það sjálf!

sjal-handa-mommu-R

Uppskriftin af því er auðveld og sjalið fljótheklað. Ég að vísu kærði mig ekki um kantinn á því og gerði svipaðan kant og á hinu sjalinu sem ég heklaði fyrir þessi jól.

kantur-a-sjali-mommu-R

Kanturinn. Mér finnst hann voða sætur. Svo finnst mér líka svolítið gaman að sjá breytinguna á sjalinu eftir strekkingu. Þá er eins og allt komi heim og saman.

eg-held-a-sjali

Jebb.. ég fór líka með þetta sjal út að leika og ætlaði að taka myndir af því. Ég er búin að eiga við þessa ljósmynd, bara að gamni mínu. Sést vel í munstrið og ég ætlaði upphaflega að sýna bara hversu stórt það er. Ég er um 170cm á hæð, ætli sjalið sé ekki kannski 80 cm frá miðju og niður. Ég gleymdi að mæla það.

Í það fóru tvær dokkur af Heritage Silk frá Cascade og ég notaði heklunál 4. Fljótheklað og bjó til minn eigin kant.

Whoop!