Það er bara svo rosalega auðvelt að gera eitthvað allt annað en maður samkvæmt öllu ætti að vera að gera.
Tildæmis væri ekki verra ef ég væri að lesa nokkrar af þessum 125 blaðsíðum sem ég þarf að lesa fyrir morgundaginn og klukkan orðin 10 og meira að segja gleraugun eru hætt að virka sem einhver hjálparhella við að halda augunum óþreyttum. Ég er alls ekki vön því að þurfa að lesa nokkurn skapaðan hlut í námi mínu, eða jú þannig, bara ekki svona mikið. Og finnst það satt að segja ekkert rosalega skemmtilegt, las t.d eina síðu í dag í sófanum og vaknaði svo einum tíma síðar, enda hef ég alltaf sagt að ég væri lengi að lesa…það er útaf þessum rokna leseiginLEKA sem ég myndi trúlega aldrei getað lesið til hjúkku, lögfræðings, viðskiptamanns, stjórnmálafræðings, líffræðings eða nokkurs fræðings yfir höfuð. Mikið er erfitt að halda sig við les efnið..

Annað sem ég eins og örugglega allir aðrir, þarf að gera er að fara í ræktina, hætta að borða allt nammið, borða hollan, ekki garga á krakkana, skemmta mér og fleira gæti ég talið upp.
Í staðinn sit ég hef slakað svo svakalega á í vöðvunum að nú get ég látið vömbina liggja svo fallega á lærum mér að ég þarf ekki lengur að vera í nærbuxum (sparnaður..)
Ég hef aukið nammi átið um einn m&m poka á dag, einn gulan og einn brúnan (kaupi það í staðinn fyrir nærbuxurnar)
Ég hef eiginlega ekki farið í yoga eða eitthvað sem talist gæti líkamsrækt síðan í júlí. Þó náttúrulega hjóla ég að meðaltali klukkutíma á dag, það hlítur að teljast til einhvers.
Bóndinn eldar alltaf dýrindis mat og það er í 99% tilfella salat með og við úðum í börnin salati og ávöxtum, en það var ekki fyrr en um daginn að ég fattaði að ég borða eiginlega aldrei ávextina og hef aldrei bara einn nammidag eins og ég skipa þeim að hafa.
Börnin eru farin að ganga með eyrnatappa og Bóndinn líka.
Við fórum út um daignn að vera “fullorðin” í fyrsta skiptið saman á sunnudaginn síðasta, síðan við fluttum til Danmerkur…við fórum út að borða með Ásu og Hafsteini. Það má segja að ég sakni frelsisins sem við höfðum á Hvammstanga og í RVK líka.
Næst á dagskrá hlítur að vera að fá sér barnapíu, auðvitað hef ég opnað styrktarreikning fyrir það líka eins og símareikninginn í sumar.
Tælensk kerling…