Danir eru þekktir fyrir að horfa í aurinn. Allt er dýrt og þeir grobba sig við hátíðleg tækifæri yfir að hafa fundið eitthvað ódýrt og keypt það. Allstaðar sem ég kem þar sem eru danir, sem mér finnst annars vera bara hið besta fólk, er að minnstakosti nefnt einusinni að eitthvað hafi verið alveg sjúklega dýrt eða að einn hafi fjárfest í einhverju á svo lítinn pening að það hálfa hefði líklega verið ekki neitt.

Það er útaf þessu sem daninn er svona líka  graður í að halda loppumarkaði og heldur jafnmörgum rauðakross búðum úti eins og þar eru sjoppur.. s.s á hverju horni. Hér í okkar næsta nágrenni eru t.d 2 rauðakrossbúðir og einn svona ” græni hirðirinn”.

Þessar búðir eru æðislegar. Maður getur farið með það sem maður er hættur að nota, eða er orðinn of ..”stór” í (á ekki við í mínu tilfelli)  .. já eða alla bolina sem er komin svona ógeðsleg tuskufíla í, og svo getur maður jú verslað alveg heilu fötin fyrir einmitt skít og kanil.

Um daginn fórum við hinsvegar í “græna hriðirinn” sem er tveggja hæða RISA stór skemma full af dóti sem aðrir vilja ekki eiga. Þar fann ég þetta bollastell.

EKKI misskilja, ég hef ekkert breyst, ég hef ennþá ekki lært að drekka kaffi eða hafa áhuga á að safna í bollastell. En ég held hinsvegar að mig langi til að fara aftur í þessa búð og kaupa mér eitt svona stell. Það væri bara rosalega fyndið að bjóða fólki í te sem yrði að drekkast úr svona bollastelli. Ég myndi jafnvel hafa heitt súkkulaði í einni könnunni og malt og appelsín í hinni. Jólasteik á fatinu og búðing í skálum.. með rifsberja safti. Kartöflur í hvítri sósu í stóru skálinni. Er þetta ekkert furðulegt, ekkert af þessu er neitt sem ég er sólgin í, nema kannski súkkulaðið í einni könnunni. Það er kannski frekar að mig langi í stemmninguna sem ég þykist muna að hafi verið uppi þegar svona stell var á borðunum. Gæti verið.