Afhverju ég grenja alltaf þegar ég heyri klassíska músík (sérlega spilaða af sinfóhljómsveit eða píanóleikara) eða sit í kirkju og stundum þegar ég geri yoga er útaf því að allt þetta færir fólk saman, inniheldur kærleika og einhverja yfirnáttúrulega tilfinningu sem ég get ekki lýst.

Mest af tárunum fara í að vera í blissinu (alsæluástand) en sum fara í að vita að hversdagurinn, sem ég neyðist til að hverfa til, er ekki í blissinu.

Hér er t.d fólk í Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar að spila Bolero á lestarstöðinni þar. Öllum líður vel meðan þau spila. Ég myndi vilja starfa við að spila á mitt hljóðfæri.