sokkabuxna-fiflagangur

Já altsvo.

Ég var eina með píku sem þorði að láta sjá mig með nælonsokkabuxur strektar yfir andlitið á internetinu, þá af þeim sem voru hér þetta kvöld. Eiginmaðurinn fær tvær myndir því hann var svo ógeðslega fyndinn svona.

Eftir viku verðum við fjölskyldan af Félagsbúinu komin undir sæng í einhverju allt öðru rúmi og í allt öðru landi. S.s ein lítil vika í brottför og spennustigið innra með mér fer hækkandi.

Bæði hlakkar mig alveg ofboðslega til og í leiðinni er ég áhyggjufull og í leiðinni þegar byrjuð að sakna fólksins míns.

 

Hlakka til :

  • að komast heim til Kaupmannahafnar.  Eftir áralangt ferli við að finnast ég aldrei eiga neitt “heima”, hef ég komist að því að “heima” er þar sem ég er. Þannig að eftir viku verðum við komin heim til Kaupmannahafnar.
  • að anda að mér mannlífinu þar
  • að njóta kaldra kvölda með borgarljósin í augunum þeysandi um á hjóli
  • að sjá vorið koma eftir lítið meira en 3 mánuði
  • að komast í framtíðar heimili vort í Bellahus
  • og hlakka til að fylgja takti þjóðarsálarinnar í Danmörku, hann er bara hægari en hér á Íslandi. Fyrir svona stress sæknar mannsveskjur eins og mig er það alveg rosalega gott.

 

Áhyggjufull yfir

  • Að þetta verði erfitt. Við erum búin að hafa það alveg rosalega gott hér á Hvammstanga.
  • Að við eigum eftir að sakna fólksins of mikið
  • Að hversdagsleikinn eigi eftir að verða mér ofviða. Ég er með mörg plön á lofti þannig að svo verði ekki
  • Að bara eitthvað eigi eftir að koma uppá. Jám.. svona virkar hausinn.

DSC00097Hlakka til að vera þessi aftur. Hjóla og skoða og velta mér uppúr veðrinu.