arna-bordar-vofflurEr höfuðið talið sem útlimur? Hún er þá annaðhvort fimmti eða sjötti útlimur minn. Ef ég er þar, þá er hún þar líka. Líka þegar við borðum vöfflur með sultu, rjóma og bláberjum.

arna-og-stellaBjútíbína er líka þar þegar við hittum sjaldséða hvíta hrafna í borg kaupmannsins. Stella frænka og Anna í Drammen voru að spóka sig í borginni og við fórum að hitta þær. Okkur finnst hreint út sagt æðislegt að hitta fólkið okkar. Dásamlegt og meirihátta.

arna-og-sunnevaÞarna var ég reyndar alls ekki, ég fór með Fagra í karate. Karatestundin er skyndilega orðin að prjóna eða heklstund fyrir mig, eða amk önnurhver vika þegar Eiginmaðurinn getur séð um restina af heimilinu, þá fer ég ein með Fagra og sit svo í klukkutímann minn í íþróttahúsinu og hef það gott. Sprengjan stóð fyrir tískusýningu þar sem módelið var smábarnið á meðan ég var ekki heima. Það var í tilefni af því að við sóttum skókassann hennar Bjútíbínu niður í geymslu. Þýðir ekki annað þar sem barnið er farið að ganga.

arna-og-uppthvottavein

Ganga eða spranga mætti kannski spyrja sig. Uppá borðinu voru rúsínur sem skyldi náð í. Úrræðagóð þykir mér.

gummi-og-arna

Þrettándinn og síminn. Órjúfanleg heild. Rafmagnað ástand á elsta og yngsta. Glókollarnir mínir.

skor

Jamm, skótískusýning!

sunneva-badar-ornu

Baðálfurinn í baði. Frekar mikið stuð á systrunum.

thorvaldur-med-haridOg þú veist. Talandi um stuð. Ég veit ekki í hvaða innstungu hann ákvað að stinga fingri, en ég er búin að líma fyrir þær allar núna. Bara með svona smábarna innstunguverju.