Þessi forláta “fút-tó” eða bara eimreið er á hafnarbakka Reykjavíkur, nánar tiltekið á móti Kolaportinu góða.

Man eftir einusinni þegar ég var krakki í bíl á leiðinni framhjá Kolaportinu að ég var eitthvað að glápa útum gluggan og sá þá skyndilega að kona sveif, með stóran pels á bakinu,  út úr bíl og bjargaði dreng sem staðið hafði í og var að kafna.

En að lestinni góðu. Mér finnst hún vera gott dæmi um það að það er ALLT BANNAÐ nú til dags.

Bara allt bannað. Það er svona gömul lest á Íslandsbryggju úti. Já…ég veit, ég er alltaf að segja “sko, úti þá…”.  En það er gömul lest þar á gömlu teinunum og hún er bara opin og það má príla á henni. Hún er til sýnis og könnunar.

Mér finnst allt of margt vera bannað. Hvar er frelsið?