Það er Ásdís Iða sem á afmæli í dag. Hún er 3 ára. Er ekki merkilegt hvað tíminn líður hratt?

20080904232204_12
Þarna eru þær mæðgur í einhverju ferðalaginu. Ég veit nú svosem ekkihverskonar hættuspil þau spila þarna á Hafnarfjarðarvöllunum að láta krakkann standa útum gluggann þegar það er verið í bíl…

20080904232516_32
Og þarna eru þær frænkur síðan Sunneva var ættleidd af þeim í sumar. Hún var víst frekar dugleg að passa, sérlega á bílferðum.

Af okkur er jú allt gott að frétta. Skólar ganga vel og Gvendi er farinn að fá heimavinnu svo þetta er allt að skella á varðandi það. Gerist sem betur fer mjööög hægt og rólega, það er eins gott því við eigum í basli með að láta þetta ganga upp án þess að þurfa að muna að láta hann eða annan en sjálfan sig læra heima. Ég minni á að það er ekki af leitilífi sem okkur finnst við ekki hafa tíma til að muna eitt eða neitt, hér er ræs rétt uppúr 6 á morgnana, stundum fyrr, fer eftir því hvenær vekjaraklukkan kemst í gegnum drauminn og það er síðan ekki slakað á aftur fyrr en við förum að sofa milli miðnættis og eitt.
Sellótímarnir eru skemmtilegir og það er nú að koma hjá mér að koma hljóði úr þessu stóra hljóðfæri. Mér er að vísu dúndur illt í þumalputtanum því hann heldur við bogann undir og stingst inní á horninu á þumlinum, við nöglina.
Flautan gengur líka vel og það er frábært að vera aftur komin í Blæserensemblet. Ballettinn hjá Sunnevu gengur líka vel, eða það held ég amk, ég fæ náttúrulega ekki að vera neitt inni til að glápa svo ég sit frammi og les námsbækur eða kjafta við Helgu t.d. Fótboltinn hjá Gumma gengur líka vel og var hann að keppa áðan. Ég fékk mynd af honum senda í símann minn áðan frá Bóndanum, ég þarf að finna út hvernig á að koma henni í tölvuna..