Ég vill bara biðja æsta aðdáendur mína afsökunar á því hvað á undanförnum viku hefur verið stopult um færslur. Það er vegna þess að ég er búin að vera í algeru sjokki. Svo stóru sjokki að ég fríkaði bara út og hef ekki getað komið einu gáfulegu orði frá mér, sem Bústýran, í nokkra daga.

Þannig var nefnilega að ég uppgötvaði, það sem reyndar allir vita og ég líka, að Alheimurinn er fullur af Verum og að það er sál í HVERJUM líkama. .. það var mér ofviða hvað það eru margir mannslíkamar á jörðinni og ég fríkaði út við að hugsa að það nota þá sálir, jafnmargar og kropparnir eru, allar með einhvern tilgang.

Hvaða tilgang? Hvað eru í alvöru margar..? … sjá þær mig?? Eru dæmi um spurningar sem hafa leitað á mig.

Það kemur að þessu, venjulegri bloggfærslu það er að segja.

Annars er ég með skemmtilegt verkefni í gangi, svona fyrir sjálfa mig bara, það er að hanna eitthvað á hverjum degi.  Erfitt að fara með orðið að “hanna” eitthvað því ég er tæknilega séð ekki að hanna neitt á hverjum degi, heldur frekar að tjá mig á list-fenginn máta. Þetta er veruleg ögrun fyrir huga minn, því ég hef manað sjálfa mig uppí að gera þetta í heilt ár, á milli 21.jan 2011 og 21.jan 2012…. Á HVERJUM DEGI!.. Ertu að átta þig! Ef þú þekkir mig hið minnsta veistu að þetta kallar næstum því á áfallahjálp fyrir þig, yfir því hvað ég hef tekið að mér krefjandi verkefni.

Ég byrjaði á Þorranum og allan Þorrann, er yfirskriftin ” Ég og skapsveiflurnar” Svo finn ég uppá einhverju öðru þegar kemur Góa.

Og þetta er að finna hér