Ég er kona með of mikið að gera. Mikið hvað mér þykir það orðið leiðinlegt og eiginlega er ég bara tilbúin á köflum að setjast í helgan stein og gera aldrei handak meir. Um daginn skar ég mig illa á úlnliði hægri handar, þurfti að sauma.

Það var ógeðslega vont.

Ég þurfti að taka því rólega í nokkra daga, skurðurinn á óþægilegum stað og illa hægt að framkvæma nokkra vinnu, ekki einusinni að sitja við tölvuvinnu.

Fór þá starx að leiðast. Um leið og ég “gat” ekki gert neitt mjög mikið gat ég ekki óskað mér annars en að geta verið að einhverju.

Getur einhver komið og læknað þetta?

Ójæja. Ég held áfram að rembast eins og rjúpan við staurinn að komast hér í smá sumarfrí sem ég ætla að þá að nota til að vinna í gróðurhúsunum – það er GEGGJAÐ! Og komin ber, þannig allt fer bara að fara á fullt þar. Júhúúú!