Ég er búin að sitja hér í morgun og borða mitt ristaða brauð með banana og hugsa um gærdaginn, minn afmælisdag, og hvað hann var frábær í alla staði. Og þá át ég kex líka og fór að hugsa um orðið afmæli. Á dönsku er það fødselsdag, sem þýðir einfaldlega fæðingardagur og sama er á ensku, birthday, líka fæðingardagur. Það sem ég er að spá í er þetta af-mæli. S.s okkur er gefinn ákveðinn fjöldi ára og svo tökum við alltaf eitt ár af þeim fjölda þegar við höldum uppá vorn fæðingardag?… Mæla einn dag af heildinni..af-mæli, ég af-mæli…af-mælis-dagur = dagurinn sem ég tek mig til og er ótrúlega meðvituð um að það eru færri ár eftir..  Mér finnst þetta barasta neikvætt orð og finnst að Íslendingar ættu að breyta því í að halda uppá fæðingardag. “Nei, ég kemst ekki, ég er að fara í fæðingardagsveislu”. “Já hæ, takk fyrir fæðingardagskveðjurnar”, “Hún á fæðingardag í dag, hamingjuríkan fæðingardag ííííí dag, hún á fÆÆÆÆðingardag hún Skritin, hún á fæðingardag ííí daaaaaag”… og svo miðað við að eiga afmæli en ekki fæðingardag, enn við sama lag, s.s afmælissönginn eða happy birthday:  ” Hún á einu ári minna eftir ólifað, hún á ennþá færri ár eftir en í gær, hún er tuttuguogellefu ára hún Skritin, hún á einu ári minna eftir ólifað”.