Ég held að það liggi fyrir mér að verða alveg stjarnfræðilega hamingjusöm.

Ég held ekki að peningar eigi eftir að veita mér þá hamingju. Ef það væri svoleiðis þá væri ég þegar orðin rík. Þetta er ekki sagt því ég á ekki skuldlausa íbúð, skuldlausan bíl, varasjóð uppá mörghundruðkall og sparigrís úttroðinn af seðlum.

Nú vitna ég í annað blogg “Þið eigið alla mína samúð, ef þið teljið dýrt flatskjásjónvarp vera æðsta stig lífshamingjunnar. Mér þykir líka leiðinlegt ef þið teljið ykkur eiga peninga, því þið eigið enga.

Peningarnir eiga ykkur.”(myrkur.is, vona að honum sé sama).

Ég er nokkuð sammála þessu. Það er auðvitað til í því að fólk verði hamingjusamt við að kaupa sér hluti. Og þetta segi ég ekki því ég sé græn af öfund yfir því að annað fólk eigi dýran flatskjá..ég á flatskjá, að vísu ekki voða dýran….

Alvöru hamingju tel ég hinsvegar vera falda í því að vera trúr sjálfum sér og náttúrulega að trúa á æðri mátt. Rólegan æsing!! ..enginn að segja að það þurfi að ganga í sértrúarsöfnuð eða flytja í munkaklaustur á Indlandi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta allt saman um okkur sjálf og að við lærum að bera kærleik í brjósti.

Og hvað sem á eftir að gerast, þá held ég að peningar séu ekki það sem á eftir að bjarga mér. Hvers virði er ég ef ég hef glatað möguleikanum á að vera með frið og kærleik í hjarta en hefði sæg af seðlum til að kaupa mér hvaðeina…varla kaupi ég mér visku, frið, kærleik, ást, hamingju…

Það kann að vera gáfulegt að leggja til hliðar fé, spara til mögru áranna, eiga varasjóð. En þó ég ætti það, þá færði það mér ekki hamingjuna alsbera. Það kann að veita öryggi að eiga varasjóð og ég segi ekki að ég gæti ekki verið hamingjusamur eigandi mikils fés..heldur að bara það að eiga fúlgur fjár færir engum alvöru hamingju og ég held ég vorkenni pínu þeim sem eru þeirrar skoðunar að peningar séu málið varðandi það, því þeir hafa þá bersýnilega ekki smakkað hamingju sem felst í því að finna lykt af nýslegnu grasi, heyra dásamlegt tónverk eða frábært lag, vera svo heppinn að sjá sólarlagið þegar það er þarna, þ.e vera ekki of upptekinn til að sjá það og svo náttúrulega að eiga eins frábæra fjölskyldu og vini og ég á.

Sorry, ég er bara að drepast úr væmni..hvar endar þetta eiginlega, ég er hálfu skrefi frá því að gerast predikari í sértrúarsöfnuði. Ég myndi að sjálfsögðu narra Bóndann í söfnuðinn og láta hann ganga um í safnaðarheimilinu og blessa fólk hægri vinstri. Börnin myndi ég neyða til að syngja í kór og marséra með kerti í lok ræðu minnar. Söfnuðurinn myndi lofsyngja mig og það væri það minnsta sem hann gæti gert, ég myndi telja eðlilegt að fætur mínir yrðu skrúbbaðir rækilega af auðmjúkum þegnum mínum og svo myndu þeir elda fyrir mig kvöldmat….

Það meikar samt sens sem ég segi með féð og famingjuna, monný and mappýness, penge og pykke.
Ojhhh.. strjúkið friðinn og elskið kviðinn.