Ég er á heimaslóðum núna. Mörgum meira að segja. Fór fyrst norður í land og hitti þar fyrir dásamlega náttúruna sem hafði uppi ótrúlega dásamlega stillu. Stillu samt með krafti í.

Brenndi svo suður og hitti þar fyrir borgina mína. Reykjavík er finnst mér núna, amk niðrí miðbæ og vesturbæ þar sem ég er jú uppalin og er mitt svæði, þá vestrbærinn.. vera eitthvað svo ágætt svæði. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því hvaða andrúmsloft er í Reykjavík. Eitthvað spennandi finnst mér. Frábær opnunartími á búð einni á Laugarveginum sem heitir Kommúna, en opnunartíminn er “opið þegar við nennum því” eða eitthvað álíka :)

Ég sit í augnablikinu með sára hungurverki á heimili móður minnar og bíð eftir að mér, drottningunni verði þjónað til borðs.

Fer aftur í norðurlandið á morgun, sem er mjöööög svo vel:)

Bústaðaferð með konu minni er á dagskrá helgarinnar, en það ku vera bleiki sumarbústaðurinn hennar Ásdísar sem ég hef fengið að láni. Hyggst hitta þar fyrir eldri systur hennar og foreldrana sem gefa henni ís með nammi á í matinn í hvert mál. Efast um að við munum koma til með að vilja yfirgefa þann dásemdar bústað.