Austurvöllur lítur mjög vel út í svona góðu veðri. Ég tók ekki þessa mynd né var þar í dag, rændi þessari af veraldarvefnum..alveg rúððlesslí.

Ég fór hinsvegar í miðbæ Reykjavíkur á síðasta gay-pride-dag.  Það var alveg fínt og með svona líka skemmtilegu fólki! Ég elska gaypride daginn. Mér finnst að það ætti að skipta út kirkjuheimsóknum á sunnudögum yfir í að halda svona gaypride daga vikulega. Ekki endilega bara gaypride-dag heldur bara Ég-er-ég-pride-dag vikulega. Dagur þar sem allir fagna sjálfum sér og öllu því sem þeir standa fyrir.

Ég renndi í bæinn, þokkafull, á hjólhesti mínum, til að vera í stíl við hvað ég sakna Kaupmannahafnar mikið þessa dagana. Það var í kringum miðnætti. Fór inná stað sem heitir Esjan. Veit ekkert um barmenninguna í Reykjavík.. alveg áratugur síðan ég stundaði hana.

Flokkurinn sem ég var með tók einróma ákvörðun um að fara á annan stað síðan og við fórum. Um klukkan 3 ákvað ég að fara heim.

Ég óð pappírsrusl, glerbrot, plastglös, ælu, þvag og sígóstubba að hjólinu mínu sem ég opnaði og teymdi burtu. Í þann mund að ég steig á hestinn blasti við mér rassgat sem mundað var þannig við hæl, að mögulegt var fyrir viðkomandi að losa úrgang. Mér fannst í myrkrinu að rassinn væri loðinn og ekkert bar það með sér að þetta væri annað en karlmaður þegar ég leit svona snöggt á svo ég get bara ímyndað mér að viðkomandi hafi verið að skíta.

Og það í blómabeð á Austurvelli. Það var ekki eins og ég hefði lyst á því að setjast og njóta mín þarna daginn eftir þegar ég mætti galvösk með börn og stöff úr bakaríinu til að éta.

Sem betur fer réðst á okkur geitungur og ég varð að forða Örverpinu svo það fengi ekki hjartaáfall af hræðslu. Neyðarlegt að þurfa að útskýra fyrir krökkunum að það sé eiginlega ekki sitjandi á grasinu því að það sé búið að míga og skíta í það.

Mér fannst þetta sóðalegt. En kannski er þetta bara fallegur og rómantískur staður að sitja á í sólinni ef maður hefur ekki komið í miðbæinn kvöldið áður.