Það var að sjálfsögðu hamagangur á hóli yfir á Sambýlinu á aðfangadag. Tréð var að vanda að drukkna úr gjöfum og nettur spenningur í öllum.  Hitt Fíbblið og rest þeirra sem koma til með að erfa ríkidæmi mitt fengu frábærar jólagjafir.

Örverpið hér að rífa utan af pakka bréf.

Hin eldri fengu bæði mp3 spilara og hlusta nú á barbí lagið með Aqua daginn út og daginn inn. Þau fengu aðrar frábærar gjafir, margar bækur, peysur, vettlinga og mig minnir (því ágangurinn er þvílíkur að það er ekki vegur fyrir  mig að taka eftir hvað kom uppúr hverjum pakka þegar 6 manns opna gjafir í einu) að uppúr einum pakka hafi komið frekar kúl skyrta.. já og svo fékk Sunneva snyrtidót og lokaði sig síðar inná baðherbergi og neitaði föður sínum frábæra að opna hurðina.. mér stóð nú ekki alveg á sama en kom í ljós eftir nokkuð þóf að hún hafði verið að naglalakka á sér tærnar..þegar ég segi tærnar þá meina ég tærnar ekki bara neglurnar.. og hélt að við yrðum alveg trompuð úr reiði yfir því.. maður spyr sig.

Gvendi fór inn með allt legóið sem hann fékk og stakk barbí laginu í eyrun og setti það allt saman í einni lotu. Hann meira að segja þurfti að ná sér í stól þar sem hann hafði staðið við verkið í ófáar mínúturnar og var farinn að verkja.. ég vorkenni honum þurfi hann nokkurntíma að vinna í fiski.

Yfirmaður Sambýlisins í fjarveru síns viðhalds, þar sem það skaust til heimahaganna um jólin, stjórnaði pakka útdeilingu af mikilli list. Geymdi síðan alla sína pakka og opnaði þá við athygli okkar allra eftir á. Hann fékk líka flottar gjafir.

Dísa Kræst, fögur að vanda,  var þarna líka. Hún fékk líka fallegar gjafir og mun verða tekið í þetta spil, já og mörg önnur spil vonandi hér síðar um þessa skrítnu jólahátíð.

Engar myndir góðar, það var bara ein mynd tekin af mér í gær (væææææææææææææææl), voru af mér teknar en ég fékk líka frábærargjafir. Sindri gerði handa mér púsluspil og svo fékk ég fullt af tónlist. Gott það. Þá fékk ég smá af mínum óskalista sem er mjög vel, þar má nefna Ástríði, nótnastatíf, myndavélatösku sem passar fullkomlega, plokkara með ljóis (hehe Elba..þið frábær:)) og svo nokkrar sleifar. Já mín bíður ekki annað en að dröslast með allar sleifarnar í elhúsið.

Þetta var skrítinn en góður dagur, góður matur og dásamlegt fólk, saknaði fjarstaddra en heyrði í öllum sem mér þykir vænst um, hugsaði með hlýju  til allra sem mig skipta máli og tók í nokkur spil með börnum og frú Kræst, lærði meira að segja nýtt spil. Spurning hvort Ella hafi fengið myndina sem Dísa sendi henni af okkur að spila henni til heiðurs?

Hér var líka tekið í hljóðfæri nokkur, eða bara píanóið og flautur tvær. Höfum ákveðið að halda tónleika með verkum eftir okkur sjálfar þegar líða tekur að sumri.. munum þurfa að redda okkur hatti til að fólk geti sett allan peninginn í sem það mun að hrifningu einskærri reiða fram eins og enginn væri morgundagurinn.

Gleðileg jól öll sömul.

Ein í lokin af Örverpinu sem, þó hann sé mitt rólegasta og blíðasta barn, réð ekkert við sig í gær og tapaði áttum og gat alls ekki setið kjur, var farinn að tala mega hátt og var allur hinn hressasti. Klessssstannn  mar.