Einhverra hluta vegna kemur mynd af þessum herra þegar ég gúgla orðið páfagaukur. Kannski því hann er eins hress og þeir..

Einhverra hluta vegna kemur mynd af þessum herra þegar ég gúgla orðið páfagaukur. Kannski því hann er eins hress og þeir..


Aðeins um nokkra páfagauka sem ég sjálf hef átt.

#1 Snælda. Var 1árs kvenkyns páfagaukur sem var, eins og mAmma R orðaði það “geðveik úr frekju”. Ég man ekki betur en að eini sem gat skipt um mat hjá henni hafi verið pabbi. Einn daginn byrjaði hún að verpa. Samviskusamlega einu eggi á dag. Ég man eftir að hafa sett eitt eggið í bómull í krukku á ofninn (ekki svo ósvipað því sem mínir eigins afleggjarar gerðu um daginn við dúfu eggið góða) í von um að útunga. Veit ekki hvað varð reyndar um þann fugl..hún var blá. Hún hefur kannski farið í “frí” uppí sveit..

#2 Snúlla. Já nafnavals ímyndunar aflið alveg að gera sig. Hún var líka blá en muuun skemmtilegri. Hana tamdi ég þannig að ég át stundum súkkulaði eða eitthvað og gaf henni munnvatn. .. ég veit, myndi ALDREI gera þetta núna..oj. Og hún hlíddi flauti og þegar ég flautaði svoleiðis þá flaug hún til mín.

#3 Mig minnir að það hafi verið par, hvít kvenkyns og blár karlkyns. Kvenkyns var alltaf frekari, það er víst lögmálið með þessa fugla. Ég man ekki alveg hvernig þeir voru en þeir enduðu held heima hjá mÖmmu R.

#4 Já, grænn páfagaukur sem ég ekki man hvað hét en hann var fárááánlegur í það minnsta sagt. Hann var í meira lagi graður. Og svo gekk hann um gólf og hélt hann væri maður. Hann s.s labbaði með okkur á gólfinu. Við Bóndi áttum þennan þegar við bjuggum um árið á Kirkjuteignum í Teigahverfinu í Laugardal. Það er ágætt hverfi alveg. Undir það síðasta varð þessi páfagaukur enn skrítnari og fékk held ég búlimíu. Hann át alveg hauga af korni en melti þá ekki og skilaði þeim sem hrúgum af korni klístruðu saman. Sumar hrúgurnar héngu á stönginni þar sem hann stóð og aðrar voru í matboxinu og enn fleiri á gólfinu. OJ.

Nokkrir af þeim páfagaukum sem ég hef átt hafa stangað úr tönnunum á mér með því að fara hálfir uppí mig..OJ.

Að öðru.
Sunneva er í þessum töluðu orðum, eða síðan í gær ekki heima. Hún er í svokölluðum lejrskole, veit ekki alveg hvað það þýðir á íslensku, einhverskonar sumarbúða dæmi. Og hún gistir í 2 nætur. Í svefnpoka, það var nú ekki lítið spennandi og fór með mp3 spilarann minn til að hlusta á músík. Ég hlakka til að heyra hvað hún var að gera, hún á að koma heim í hádeginu á morgun.

Gumma leist nú ekkert á blikuna í gær þegar átti að fara að sofa. Eins og hann getur verið leiðinlegur við hana, eða þau við hvort annað og hann reynir að stjórna henni með illu, góðu, mútum, eða öðru “ofbeldi”… þá gaaaaat hann bara ekki farið að sofa í gær, EINN í herberginu. Honum var bara ekki sama.

Svo er bara helgarfrí eftir morgundaginn. Þá kemur líka pabbi, á fimmtudaginn þá og verður hér yfir helgina. Við erum að springa við hlökkum svo til.