Dæmalaust mikið að gera hér þessa dagana. Ég er þó búin að skila prófverkefninu þó ég eigi eftir að fara í próf úr því (næsta mánudag) og annað próf í vikunni þar á eftir að ég held. Svo eru tónleikar 13.júní og tilheyrandi auka æfingar útaf því. Hugsa að ég þurfi að flytja uppí tónskóla bara. Þá er ég líka að vinna þessa dagana við að æfa mig í að leysa Brynjar

Brynjar

Brynjar

af þegar kemur að því að Aldís

Aldís

Aldís

tekur uppá því að gjóta. Eða til 17.júní þá er æfingatímabilinu lokið og ég tek starfið að mér ein. Vinnan er að þrífa skrifstofur í Frederiksberg. Þar skundum við milli hæða og tökum bolla og gosflöskur af jakkafataklæddu fólki. Hreinsum borðin þeirra og ryksugum gólfið. Þetta er nú bara með betri þrifastörfum sem ég hef lent í. Þarna er nefnilega ekki skítugt. Afar einfalt. Og þeir virðast vinna stanslaust þarna, í þessu fyrirtæki og mér er ómögulegt að þekkja þá í sundur suma.

Allavegana, annað sem ég er að gera..held ekki, eða jú ég er aldeilis í ræktinni. Fór á föstudaginn með Þórdísi í Pumb, eða Prumb eins og ég vil kalla það og MAMMA MÍA. Þvílík átök. Tíminn inniheldur að maður er með lóð á stöng allan tímann og lyftir og lyftir og beygir sig í hnjánum. Ótrúlega gaman en harðsperrurnar (með áherslu á harð) eru óóóótrúlega miklar. Jedúdda. Ofan verð lærin eru algerlega helaum og verra verður að standa upp með hverri mínútu sem líður.

Senn líður að skólalokum hjá okkur sem erum í skóla ennþá. Krakkarnir eru búnir að mig minnir 27. eða 28.júní og ég um það leitið líka. Framundan hjá börnum í skóla eru óteljandi túrdagar (þar sem þau fara í vettvangsferð) og allskyns sumarhátíðarundirbúningur og fleira óvenjulegt.

Svo styttist ótrúlega í Íslandsför allra æðri meðlima Félagsbúsins..þ.e þeirra sem samt koma á eftir mér í röðinni, þið vitið auðvitað að ég er efri en flestir aðrir. Þau leggja í hann 2.júlí.

Það var geðveikt veður á Hvítasunnunni hér. Ég sá það mjög vel útum gluggann. Ég var jú föst inni yfir lærdómi. Fór samt aðeins út til að sinna skylduverkum eins og skólagörðunum. Þó maður sé bara úti í tvo tíma þá getur maður aldeilis brunnið á öxlum og baki og það er einmitt það sem við gerðum ég og börnin. Þau voru að vísu úti allan daginn. Við vorum samt öll með sterka sólvörn sko.

Myndir