Ég var að reyna að breyta blogginu mínu í bók með ákveðnu forriti sem heitir því furðulega nafni Blurb. Það gengur eitthvað treglega. Ég ætla bara sko að búa hana til fyrir mig, svona ef ske kynni að internetið myndi detta niður dautt.. maður veit aldrei.

Fór þá að hugsa að ég hef verið að blogga síðan árið 2003, en það gerir að ég hef bloggað í 10 ár. Verst að ég á ekki bloggið sem ég hélt úti fyrst. Þar flutti ég líka sjálfsævisöguna á meðan hún gerðist. En þetta blogg hefur verið lifandi síðan 2007, í maí. Opnaði það í tilefni af því að við fluttum til Danmerkur.

Þetta er póstur númer 650, sem sagt 650 sögur af því sem fyrir augu ber og hvað ég er að hugsa. Ég bloggaði mest árið 2011 og þar mest árið 2008.

Minnst árið 2012, enda fannst mér hálf erfitt að vera til á því ári, samt 52 sögur, það er sirkabát ein í viku.