Ok, ok, kannski aðeins að rofa til. Ekki er það nú verra. Kemur í ljós, eftir eina heimsókn á skrifstofu leigufyrirtækisins og milljónhundruð pósta til þeirra, ekki bara á kontórinn þeirra hér í borg heldur líka höfuðkontórinn sem er einhversstaðar annarsstaðar í DK,  þá loksins fengum við að vita í gær að auðvitað á þetta ekki að vera svona og við verðum flutt í aðra íbúð, sem er til frambúðar.

Þau ákváðu bara, hringdu sko alveg mígandi hress í Eiginmanninn yfir góðsemi sinni, og sögðu að við fengjum að flytja 28.febrúar inn í aðra íbúð, sem er hér í sama húsi en öðrum stigagangi á hæð 6. Við erum mjög kát með það. Verst er að það eru heilar tvær vikur í það en það er fljótt að líða, amk er búinn að vera fljótur að líða tíminn hingað til.

Fyndna er nú að sjálfsögðu að umrædd framtíðar íbúð í næsta stigagangi á 6.hæð, er íbúðin sem við vorum í í 4 nætur áður en við fluttum inní íbúðina sem ég sit í núna. Þannig að við höfum ekki bara komið og skoðað þá íbúð heldur gist þar í nokkra daga. Haha!

Ótrúlega margt sem hefur farið í gegnum hausinn á mér varðandi heimili mitt þessa síðustu nokkra mánuði sem við höfum búið í ferðatöskum. Og ekki síst þessa síðustu daga, eða frá 3.febrúar. Ég er eiginlega á því að maður á ekki bara í sambandi við eiginmanninn sinn, við börnin sín, fjölskyldu og svo við vini sína heldur á maður í eldheitu kærleikssambandi við heimili sitt. Að minnstakosti ég.

Síðustu viku hefur mér liðið einsog mér hafi verið sagt upp. Sambland af því að geta ekki bara byrjað að hreiðra og gera hér fyrir okkur fallegt, öruggt og hreint heimili (nei ég er ekki með neina tusku áráttu, okkur líður bara betur í hreinu heimili, það er þannig að ég held fyrir flesta) og að hafa hangandi yfir mér annarramanna drullu og síðan mölflugur. Ég er bara með algjört óþol fyrir þessum kvikindum. Kannski eru þær bara meinlausar flugur, en samt pirrandi, en í mínum huga þýða þær bara óhreinindi og drulla og ógeð og hananú.

Arnabarn í AdomukaBlessuð börnin. Þau hafa nú verið aldeilis dugleg. Bjútíbína fer bara í yoga. Hún er líka 7 mánaða í dag. Löngu farin að sitja, er á algjörri fleygiferð, farin að mynda sig við að skríða og sýnir greinilegan áhuga á að vilja standa upp með hlutum. Hún er mest á túttunni ennþá, þó hún sé farin að borða eitt og annað líka, banana, avókadó og svona eitthvað. Hef aldrei verið með barn svona lengi bara á brjósti. Vonandi er það ekki þessvegna að hún gæti varla verið meira mömmubarn. Maður má ekki láta sig hverfa til að eiga einhverskonar samræður við páfann þá verður allt brjálað, eða svona oftast, ekki alltaf. En það er ekki hægt að kvarta undan henni, jafnvel ekki þó hún hafi tekið uppá því að gefa frá sér óánægjuhljóð sem minna á öskrin í risaeðlunum í Jurassic Park. Ekki að grínast. Maður roðnar bara og fer hjá sér í búðinni. Hún sefur jú allar nætur og er eiginlega bara alltaf kát. Hún er nú meira dýrið.

appelsinusafiFagri býr til appelsínusafa. Keypti 10 stk á 25 kall. Mér fannst það ágætis díll. Fann hérna netverslun með matvöru, bara alveg eins og útí búð, nema ég sit bara heima. Mikið á sama verði og lágvöruverslanir hér og ég þarf ekki að bera draslið heim. Ég hef bara satt að segja ekki orðið fyrir eins mikilli uppljómun og við það að versla í tölvunni matvörurnar og fá þetta borið inn til mín, haha, hljóma eins og einhver letingi en þetta er þvílíkur tímasparnaður og erfiðissparnaður. Og ekker mál að bera saman verðið, vöurnar eru bara hlið við hlið. Gotterí. Þarna glittir líka í nýja flotta eldhúsborðið mitt. Fékk það á helmnings afslætti í IKEA, þangað sem ég vil helst losna við að þurfa að fara aftur.

Appelsínusafinn var einstaklega góður, mmmm!

fagri-med-appelsinusafannFlotti minn. Stór orðinn og alltaf jafn indæll og góður. Vantaði c-vítamín í kroppinn, hér eru allir búnir að vera með svolitla hornös.

sunneva-ekki-myndÞessi ljúfan var ekki í stuði fyrir myndatöku og Frumburðurinn, sjálfur Búnglingurinn, var á klúbb (frítíma klúbbur). Ótrúlega merkilegt að þau gengu bara alveg beint inní allt sitt síðan síðast.

Annað merkilegt er að þegar við vorum að flytja dótið inn í stigaganginn þá buðu þrír af íbúunum okkur velkomin í blokkina og ef það væri eitthvað að við mættum bara banka. Við vorum föðmuð af kennurunum hans Búnglings þegar við mættum á fyrsta daginn og þegar við fórum hér útí Fields að éta jógúrtís (til að gleyma eymdinni) hittum við konu sem var að vinna á Skipinu, frítímaheimili/skóladagheimili þegar við vorum hér fyrir 2.5 árum síðan, hún alveg stökk á krakkana og gólaði hvað væri gaman að sjá þau aftur! Nú. Athugum að það eru næstum 1000 krakkar í skólanum þeirra og góður hluti af þessum 1000 er á fríttinu.

Er það ekki bara eitthvað? Mikið er næs að vera svona velkominn.