Ég vissi ekki að ég ætti von á svona mörgum gestum af tilefnisleysu. Ég varð alveg rasandi hissa og hljóp til og setti ketilinn á og rótaði í skápnum eftir instant kaffinu og te, svo eg gæti boðið gestunum inn..

Það er auðvitað bara rugl og varla að ég kæmi inn til mín 60 manns þó að allir stæðu uppréttir með hendur niður með hliðum, auðvitað gæti enginn fengið sér kaffi þá, enda er ég að spara.

Það voru hinsvegar 60 þúsund manns fyrir utan gluggann minn í gær. Þeir allir voru í mótmælagöngu útaf þessum klima atburði í Bella Center.

DSC_0172

Þetta er tekið af svölunum þegar æstur múgurinn hafði þegar þrammað framhjá í 20 mínútur. Það sést að nágrannar mínir voru eins miklir mótmælendur og ég og kusu að horfa á þetta útum gluggan. Mér finnst samt þetta kúl. Við vorum  hér að læra, ég og vinur minn og vorum sammála um að við finndum kraftinn frá fólkinu.. alla leið uppá 5.sal.

DSC_0175

Það var allskonar í þessari göngu sem tók um 1, 5 tíma að komast fram hjá mínu húsi. Þau löbbuðu frá einhverstaðar niðrí bæ og útí Bella Center.. mig langar að vita hvort hersingin á einhverjum tímapunkti hafi náð enda á milli.

DSC_0188

Og það var líka stuð í liðinu. Af og til komu hrúgur af iðandi fólki sem dansaði við trommuslátt eða aðra músssík. Ég náði mynd af einum sem var alveg við það að fríka út af dansinnlifun, verst hún var svo dökk að ekkert sést..

DSC_0200

Tekið á eftir liðinu í hina áttina. Þetta var alveg magnað.

Hér er síðan svæsið keis af kulda. Úff maður. Þannig það er smávegis útlit fyrir að hér snjói á okkur Dísu Kræst um jólin. Ég vill bara fá sumar aftur..mér leiðist kuldi.

Annars eru hér allir í betri gírnum. Félagarnir á Sambýlinu skutust til London í gær og eru þar að skemmta sér. Ég eyddi því föstudagsnóttinni í þeirra íbúð að “passa” fyrir þá. Já, líf mitt er absúrd þessa dagana, gott í flestum tilfellum en absúrd.

Börnin eru hinsvegar ekki í London, né heima hjá mér, þau eru í góðu yfirlæti hjá Adda og Helgu í Barnabæ, en það er nýja orðið yfir þeirra heimili. Mér skildist að í gær hefði átt að vera þar 8 stykki börn. VÁ.

Stundum verð ég svo væmin yfir því hvað það er mikið af meiriháttar frábæru fólki í kringum mig, held meira að segja að það sé enginn ófrábær sem ég þekki, ótrúlegt. Öllu er reddað á einu bretti. Geðveikt.