Það var um þetta leiti
að undirbuxurnar, ég lagði í bleyti.

Og ekki leið á löngu
að það hrökk út úr mér, þessi fallegi drengur.

Við höfðum stokkið útí bíl, en engar áhyggjurnar haft af því.
að barnið væri að flýta sér og ætlaði strax að koma útúr mér.

En þannig byrjaði sagan af því þegar hann Sindri kom heiminn í.

Nú eru fimm ár síðan,
að hann kom sér út,  út um legvegginn víðan.

Við elskum hann svo mikið
ekki annað hægt, hann er jú litla Örverpið

Hann mætti inn í heiminn hér
með tvílitt hár og eitthvað sérstakt með sér.

Og þannig hélt áfram sagan af því þegar Jóhannes Sindri kom heiminn í.

***

Glaður og góður, ljúfur og æðislegur.

Við byrjuðum daginn á morgunmat og afmælispökkum. Hann er svo þakklátur yfir höfuð  að til dæmis þegar hann var að opna risastóra jólapakkann frá okkur að hann gargaði, “ég elska þetta” þegar hann var ekki einusinni búinn að sjá hvað það var.. hann elskaði strax pakkann þó hann vissi ekki annað á því mómenti nema að fyrir framan hann stæði brúnn pappakassi.

Hann var ánægður með allar gjafirnar sem hann fékk frá okkur í morgun. Líka mjúku pakkana.

Ég kann vel að meta þegar börn virðast ekki hafa tekið upp hjá sér græðgistilfinningu sem fylgt hefur fullorðnu fólki síðustu árin.

Svo þusti liðið til skóla, fyrsti dagurinn í dag. Örverpið fór með skúffuköku og hefur ákveðið að bjóða 4 vinum sínum af leikskólanum í afmæli hér einhvern daginn. Það eru Casper og Victor, þeir þrír eru sem límdir saman. Og svo stelpurnar Ella og Alva.

Jóhannes Örverpi tjáði mér í búðinni áðan að stelpurnar væru alltaf að kyssa hann. ” Þær mega það alveg …en ekki á munninn”. Ég spurði afhverju þær mættu ekki kyssa hann á munninn, hann sagði að hann vildi ekki að neinn myndi sjá það. Við létum síðan bara eins og ekkert væri skrítið við það og röðuðum mandarínum og mjólk á færibandið, en ég held að ég hafi pissað smá í mig, ég hló svo mikið að innan.

Er þetta ekki bara flottur dagur til að fæðast á. Annar góður drengur á þennan dag og við elskum þá báða. Og þegar þetta er svona þá hugsa ég um alla frábæru fjölskylduna sem ég á og þá er ég að tala um bara alla fjölskylduna, frá ömmum og öfum og niðurúr. Við vitum svo mikið að við elskum og þykir vænt um hvort annað akkúrat á svona dögum. Og ég verð að viðurkenna að ég sakna þess að vera barn og leika við frændsystkin mín. Fólk í minni veröld sem er jafn dýrmætt mömmu minni og pabba eins og börn allra þeirra sem mögulega geta talist systkin mín á einhvern máta, eru mér.

Hvenær gerðist það að allir gátu bara hugsað um sjálfan sig og ekki haft tíma til að vera með fjölskyldunni?.. well, við öll hefðum amk átt að gera það, við erum nefnilega svo mígandi skemmtileg.

LOVE and LOVE AGAIN!