Hvaða snilld er eiginlega þátturinn sem er á Rúv, þarna Orðbragð. Þar segir að það megi búa til sín eigin orð, hvenær ætlum við að taka orðin Búnglingur og Aðbíða í gagnið?

Verð eiginlega að gera 10 atriða lista núna þar sem ég gleymdi að gera í gær.

  • Ég er svo þakklát fyrir að hafa prufað að eiga hund, nú veit ég hvað það er dásamlegt og í raun og veru hve mikil vinna það er. Gæti þannig alveg hugsað mér að eiga hund, en ekki strax. Bjartur er s.s fluttur.
  • Ég er svo þakklát aftur fyrir fuglasönginn í staðinn fyrir mávagargið.
  • Ég er svo þakklát fyrir  að hafa verið dugleg að pakka síðustu daga, gefur að ég er ekkert stressuð þó að síðasti sunnudagurinn hér á Birkiteig er nær á enda kominn
  • Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma sem við erum búin að vera á Íslandi
  • Ég er líka svo þakklát fyrir allt sem við höfum gert á þessum tíma, gifta sig, eignast barn, prufa að eiga hús.. og svo margt fleira
  • Ég er svo þakklát fyrir að eiga bíl
  • Ég er svo þakklát fyrir hvað Eiginmaðurinn er frábær kokkur
  • Ég er svo þakklát fyrir svo æði margt, mér dettur samt ekkert annað til hugar í þennan lista akkúrat núna.  Þú veist, fyrir utan það sem ég taldi upp í fyrsta póstinum í þessari seríu.

Nú er úr vöndu að ráða varðandi hvað ég ætti að hafa sem áskorun frá og með morgundeginum… það verður aftur að vera eitthvað súper einfalt þar sem allt dótið mitt er á leiðinni í kassa. Hafði dottið í hug að ég yrði að hekla eitthvað eitt auðvelt á dag en mundi þá að ég er að gera jólagjafir, er að reyna að lofa mér sjálfri ekki uppí ermina á mér.

Þá datt mér í hug hvort ég ætti að teikna litla mynd á hverjum degi … en það er allt komið í kassa.

Datt þá niður á að ég ætti kannski bara að taka mynd á hverjum degi, s.s ein mynd á dag í næstu viku. Það er auðvelt og auðsækjanlegt.

Ég veit síðan hvað ég ætla að gera í þarnæstu viku, þá erum við komin norður á Hvammstanga og þar er besta sundlaug sem ég veit um. Þar datt mér í hug að ég ætti að synda 5.6 km á einni viku. Mind you að ég hef ekki hreyft á mér esið í meira en ár. Og nei, mér gengur ekkert með að gera sólarhyllingar, hvorki 10 á dag (þrátt fyrir hávær loforð um slíkt) og ekki heldur 4 sinnum í viku. Ég er greinilega ekki tilbúin í þá áskorun! Og best að halda sig bara við tilgang leiksins, að æfa mig í að setja mér markmið og framfylgja þeim, haha tipikal ég að ætla á degi tvö að taka tvöfalda áskorun, eina í viku og hina í mánuð..fuss!

Ok, mynd á dag þar til við flytjum og svo 5.6 km í sundlauginni á Hvt í vikunni þar á eftir.