Í þetta skiptið nennti ég út og rölti mér útí Nettó með frk. Bjútíbínu í eftirdragi, a.m.k á leiðinni heim, meðvindurinn var svo mikill að þeyttist ofan í vagninn til hennar. Kuldinn er þvílíkur að ég var viss um að vera komin með frostsæri á lærin, framan og aftan. Mikil vonbrigði þar sem ég hef verið að safna hárum á fótleggina alveg frá ökkla og upp að nára. Þá veit ég að það hefur ekkert að segja í kulda að vera loðinn á fótunum. Best að fara í vax.

  • Ég er svo þakklát fyrir að Eiginmaðurinn komst heilu á höldnu bæði til og frá vinnu, ég er alltaf svolítið stressuð um fólk í umferðinni.
  • Ég er svo þakklát fyrir að allt er að púslast, vantar bara tvö púsl í spilið.
  • Ég er svo þakklát fyrir að það var síðan hægt að opna hænsnakofan, hurðin á honum var föst í morgun þegar ég ætlaði að opna
  • Ég er svo þakklát fyrir fuglasönginn hér úti um vetur, furðulega þá er hér fuglasöngur þessa dagana, sko fuglasöngur ekki bévítans mávagarg.
  • Ég er svo þakklát fyrir að hafa nennt út, það var svo gott að hafa kaldar kinnar.

Peace out.