dsc_0001dsc_0002

Jább, alla leið héðan þá virka þau m ikið minni börnin, þegar þau eru niðrí garði. Undur og stórmerki hafa gerst í Kaupmannahöfn, já ef ekki allri Danmörku síðasliðinn sólarhring. Hér er snjór og hefur snjóað í allan dag. Þar sem ég er vakandi óþarflega mikið á nóttunni þá veit ég að snjórinn var kominn eitthvað um 3 síðustu nótt. Og svo hefur snjóað í allan dag. Ég hjólaði í gegnum skóginn á leið minni heim frá hljonstræingu (hljómsveitar æfingu) áðan og í staðinn fyrir að vera kolniða myrkur og ég algerlega blind og bara happa glappa hvort ég hjóla á veginum eða á næsta tré, var allt uppljómað náttúrulega af snjónum. Það var svona föl brún birta einhvernveginn, og lyktin dásamleg. Fuglasöngur í annars þöglum skóginum…stoppa hér annars fáum við öll velgju.

dsc_0003

Það verður að rýna til að sjá það en Þorvi er að geyma sig í stiganum. Honum hefur eflaust verið orðið kalt og ekki nennt að hanga úti með börnin meira. Gummi hafði verið sendur upp vegna þess að húfan hans var ekki á hausnum á honum og hann því  nær því að missa eyrun af kulda. Hann fékk eyrnaverki á eftir og nú gelta börnin hvort í kapp við annað, það mætti halda að af þeim hafi verið tekin veður brynjan sem við frá Íslandi höfum átómatískt…

dsc_0005

Gvendi fékk bita af kökunni sem ég bakað í gær í von um að brunafýlan myndi hverfa, sem er ekki að gerast, hér tekur á móti mér fnykurinn þegar ég kem heim..oj. Þorvi hafði líka keypt blóm, gul , því það er að koma vor…þetta er full líkt íslensku vori.

dsc_0010

Sindri hinn var hinn hressasti þegar hann kom inn og er reyndar enn, klukkan 22:00..ekki veit ég hvað hefur hlaupið í hann. Það var snyrting í gær, það er að segja, allir sem eru með lítil typpi fengu hársnyrtingu. Hanakamburinn var skerptur á þeim eldri en hinn yngri var rúinn.

dsc_0017

Og nú sést svo vel hvernig hárið á honum er á litinn. Þ.e hvar hvíta hárið kemur. Hann er pínu ólíkur sjálfum sér með svona rakað. Bíst ekki við að ég geri það aftur, hann er auðvitað alltaf jafn sætur, en ég hef líka bara einusinni rakað Gumma.

dsc_0018

Sunneva eitthvað á ferðinni. Hér er skólasístemið oft svo furðulegt. Fyrr í vetur fékk ég svona blað með Sunnevu heim um að hún færi til skólahjúkrunarfræðings á einhverjum tímapunkti. Það gerði hún einhverntíma, ekki talar hún, svo mikið er víst, en það kom með henni bréf heim í dag.  Í því stendur að það hafi verið talað um hvenrig henni líður í skólanum og hvað það hefur að segja að vera hraustur. Það er ekki minnst einu orði á það hvað hún sagði eða neitt, en undarlegt bréf.

Hún er 120,5 cm á hæð, 23kg, sjónpróf eðlilegt, heyrnarpróf eðlilegt en í litblindu prófi stendur bara mínus. Á ég að taka því sem krakkinn sé litblindur og hjúkrunarfræðingstetrið hafi ekki nennu til að útskýra það frekar eða að litblindu prófið var ekki tekið?

Maður spyr sig. Hlakka til þegar febrúar er búinn. Hlakka til þegar ég get farið að sofa eðlilega á nóttunni. Hlakka til þegar allt kemur í ljós.