Við átum heima hjá Aldísi og Brynjari um síðustu helgi. Ég gerði allt sem ég gat til að ljósmynda stemmninguna.. það tókst ekkert súper vel þar sem ég á ekki fót undir myndavélina..(afsakanir afsakanir..)

Mér finnst þetta samt töff myndir. Þarna er Bóndinn að tromma líftóruna úr nágrönnunum. Við fegin að búa ekki þarna lengur ..múúúhehehe.

Okkur, eða amk mér fannst gaman.

Meira að segja svona gaman..

Bónda fannst líka gaman. Hann eldaði líka (já og hinir sem þarna voru staddir með typpi) matinn. Sem var góður að vanda.

Þetta fólk tróð sér í partýið. Við vitum ekki ennþá hvaðan það kom eða hvert það fór síðan.

En þau voru einstaklega hress og meðfærileg, þrátt fyrir óvenju…óvenjulegan tanngarð.

Svona var útsýnið í enda kvölds. Ég hlít að hafa fengið eitthvað í augað…

Annars er jú hér allt saman í því sama.

Sindri heldur áfram á leikskólanum sem hann var að byrja á og svo er hann svo samviskusamt foreldri og stendur sig vel í að ala upp afkvæmin.

Sunneva og Gvendi halda áfram sínu striki. Læra bókstafi og rífast.

Bóndi fékk hæstu einkunn fyrir verkefnið sem hann skilaði inn um daginn. Við óskum honum til hamingju með það.

Sjálf fékk ég, ásamt auðvitað fólkinu sem ég vann með, frábær komment fyrir verkefnið sem ég skilaði í dag. Það var vefsíða gerð í Flash (just go with it, ég get ekkert útskýrt hvað Flash er nákvæmlega) og svokallað podcast sem unnið var úr ferðinni til Berlín í október. Það minnir mig á að ég ætti kannski að deila með ykkur myndum þaðan. Kannski síðar.

Nú er ég semsagt búin með 6 vikna workshop og get því farið að snúa mér að öðrum hlutum lífs míns svo sem eins og afleggjurunum þremur og staðreyndinni að ég er að fara á spiladag í tónskólanum á sunnudaginn. Svo hef ég annað mun merkilegt að gera.

Svona kem ég til með að líta út þegar börnin hugsa til baka og segja barnabörnum mínum væntanlegum sögur af ömmu Kidiot og systur hennar Bibiot..(smá innan msn húmor ef einhver skilur..kannski þú Bryndís..hehe)

Ég bið sjálfa mig vel að lifa.