Mér líður óþægilega að vita að Steingrímur Joð og Jóhanna séu að diskutera mitt líf. Í alvöru. Mér finnst ekki hughreystandi að allir pólitíkusar hafi verið á landsfundi að blása lofti í flokkana með háleitum markmiðum og loforðum um betra líf.

Ég hef ekki áhuga á pólitík sem slíkri. Hún er alveg drep leiðinleg. Og mér finnst þessi pistill strax leiðinlegur bara af því ég er að tala um pólitík.

Mér finnst bara eitthvað ósexý… við að Steingrímur og Jóhanna eyði sínum dögum í að ræða hvenrig ég mun hafa það í framtíðinni. Ég hef ekki traust á fólkinu sem hefur verið kosið til að ráðstafa þjóðinni. Þau eru alltaf að segja eitthvað, sem er bæði bara skoðanamiðað ( en ekki sannleikur ) og eitthvað sem stenst, að því er virðist, ekki.

Mér finnst það ekki eftirsóknarvert starf að sitja í ráðherrastóli. Fitna þar af velmegun og verða fyrirfram gömul. Tökum tildæmis Katrínu Júlíusdóttur til dæmis, sem braut víst blað í sögu stjórnmála á Íslandi í gær þegar hún gegndi starfi forsætisráðherra meðan frú Jóhanna var við fundahöld erlendis.

Ég hélt að Katrín, þegar ég leit á myndina, væri að minnstakosti 45 ára. En hið rétta er að hún er bara 4 árum eldri en ég. Pokar, krumpur (ég er nú svosem ekki alsaklaus af þeim) og örvæntingarfull augu. Nú segi ég þetta ekki til að skíta yfir neinn eða móðga. Ég vorkenni henni bara svo ef henni líður eins og hún lítur út. Ég vill bara að öllum líði vel.