Ok. Eins þakklát og ég er fyrir að á einhvern furðulegan máta, fjársjóður minn, þessi sem er á tveim fótum með hjarta úr gulli, fjölskyldan semsagt, er boðinn og búinn að hjálpa mér og okkur við bara allt, þá get ég ekki logið og sagt að það  sé mér auðvelt að eiga og reka hús og bíl.

Kannski ef ég ætti milljónir á milljónir ofan eða eitthvað.. eða ég veit það ekki. En það að eiga hús sem þarf að gera hluti við sem kostar pening eða eiga gamlan bíl sem af eðlilegum ástæðum þarf að gera oft við, en vera samt neydd til að eiga bifreið, þú veist, er eiginlega mesta drep sem ég hef lent í lengi. Alveg geðbilað stressandi.

Það drepur mig alveg að þurfa að hugsa um rándýrt bensínið sem nauðsynjavöru, jafnvel meira nauðsynlega en mat á sumum tímapunktum.

Húsið. Hef blendnar tilfinningar. Auðvitað er gott að eiga hús, þannig. Birkiteigurinn er reyndar annað húsið sem við Eiginmaður eigum. Næst þegar ég eigna mér heimili, verður það á stað sem ég elska útaf lífinu, ég mun ekki taka lán fyrir því, það er stórt og það er bjart, eiginlega væri mér sama ef það væri einu númeri of lítið ef það bara væri bjart inni í því. Og umfram allt, þá væri það alveg flúnku nýtt. Hef akkúrat engan áhuga á að gera neitt upp. Vil í mestalagi mála. Ég vil aldrei þurfa að taka neitt í gegn. Það er ekki peninganna virði (amk ekki þegar þeir eru af skornum skammti) og það er ekki tímans virði og það er sannarlega ekki stressins virði.

Stressið við að vera með lista yfir allt sem þurfti að græja og gera við Birkiteiginn fór alveg með ánægjuna yfir að vera í húsinu.