Við fengum æðislegan pakka frá Reyðó!!. Besta sulta ever. Ég þurfti að biðja Frumburðinn um að hafa sig hægann, við hin ætluðum líka að fá okkur eitthvað af henni.

Haustfríið er ennþá og við fórum um síðustu helgi í heimsókn útí Örestað til A og B. Hittum þar fyrir A og fröken Tinnu. Það sem stakk mest í stúf við þessa heimsókn var að það var í alvöru sæti inní lyftunni.

Og þegar maður er svona óheppinn að eiga svona “heimakæra” foreldra, eða foreldra sem eru ekki í alvöru haustfríi, því það er jú vinna, þá verður maður að finna sér bara eitthvað að gera.

Hér er búið að stofna leyniklúbb, leynilega holu. Það var teppi og allt fyrir.. búið að draga allar dýnur úr öllum rúmum og ekki einn púði né teppi var frammi. Það var bara gott og vel. Þau fengu leyfi til að sofa í holunni og voru eldhress vægast sagt þegar ég kom heim úr vinnu í gærkveldi.

Það er fallegt í Köben þessa daga.. reyndar er lang oftast fallegt hér. Að minnstakosti getur maður tekið eftir því að það sé fallegt þegar maður er með opin augun, en ekki lokuð eða full af fýlu… en hvaða.. hvað er manni að gera þarna??

JÚ.. veiða. Já því ekki að veiða í miðri Kaupmannahöfn í fallegu haustveðri og yfirvofandi ljósaskiptum. Þetta er við það sem kallað er Søene og er rétt hjá Forum, eða milli Nörreport og Forum.

Allt gott bara.