dsc_0019

17.júní 2009 var haldinn hátíðlegur hér í Kaupmannahöfn þann 20.júní 2009, eða í gær. Hið sundurleita Félagsbú tók sig saman í andlitinu og ferðaðist með strolluna yfir á Elbagade, þar sem við tókum Þórdísi, sem apparently heitir ekki Þórdís heldur Dollý núna,  uppí og héldum ferð áfarm að Femøren en þar var að finna dásamlegt rjóður þar sem búið var að stilla upp sölutjöldum og einu litlu sætu sviði.

dsc_0008

Við plöntuðum okkur þar að sjálfsögðu í góðra vina hópi.

dsc_0032

Þar voru t.d Arnar Heimir og kona hans Auður og börnin þeirra þrjú og það sem er á leiðinni var þarna líka..óhjákvæmilega.

dsc_00291

Og þarna voru líka Solla og Villi og áhangandi Huggu (Þórdís, Dollý)

dsc_0031

Höfuð Félagsbúsins var þarna líka, vel merktur Ígli og því þeir eru hvort sem er eins og fastir saman á afturendanum þá lá Arnar Heimir þarna við hann og Britta fyrir aftan :)

dsc_0040

Börn létu mála sig sem tígrisdýr og ráðust svo á pabba sinn..

dsc_0052

Þetta var mjög fínn dagur. Ég lærði akkúrat ekkert.. er með nettar áhyggjur yfir því akkúrat núna..ojoj. En þegar hin alveg ágæta 17.júní skemmtun var búin fluttum við okkur á Íslandsbryggjuna og gerðumst boðflennur í almenningsgrillin þar. Það voru útskriftarnemar í hinum ýmsu skólum sem ákváðu að grilla saman. Svo var eitthvað tal um afmæli, við skulum ekki gleyma því að Þórdís Hugga Dollý átti líka afmæli. En þarna grilluðum við semsagt ket og pylsur. Og marsmellóvs:

dsc_0057

Þær eru alveg ágætar þessar píur þarna uppi og Gummi auðvitað líka.

dsc_0060

Og þær eru öngvir lúsablesar skal ég ykkur segja. Og krakkarnir sem voru þarna, held sveimér að það hafi verið háttí 20 krakkar þarna nutu sín alveg í botn þar sem við sátum jú á leiksvæðinu á Íslandsbryggju og gúffuðum í okkur mat og drykk.

dsc_0070

Og það var alger kúnst að koma löppunum undir hin smáu langborð. Það hófst alveg en þvílíkar æfingar samt. Þarna eru Jón Rafnar kenndur við Dollý, ég sjálf, Helga hin ekki svo eina, Arnar sem olli því að Helga er ekki svo einsömul, einhver með pylsu, Þórdís Hugga Dollý og Pálmi sem fór á kostum..kannski eins og venjulega ég veit það ekki, en mér hann allavegana fyndinn.

Svona var nú það. Góður dagur í gær bara. Vinna og fleira í dag ekki eins skemmtilegt en ég meina, það er spáð 25 stiga hita á morgun svooooo…