Mér leiðist. Ég nenni ekki alltaf að vera að gera það sama.. t.d nenni ég ekki alltaf að vakna, pissa (ok, ég nenni alveg að pissa), kalla alla frammúr, taka úr og setja í vélar heimilisins, munda ryksuguna, hafa áhyggjurnar, laga matinn, ganga frá eftir hina og sjálfa mig, hengja upp og brjóta saman, verða hissa á öllum nærunum sem Bóndinn á síðan áður en við byrjuðum saman og bæði komumst í buxur 10 númerum minni en við komumst í í dag, sækja erfingjana, sjá um viðskiptahlið þessa fyrirtækis.. það er nú bara eitt sem tekur ótrúúúlega langan tíma oft (guðisélof fyrir internetið, fjúkk), aftur að gefa lýðnum að borða og auðvitað ganga frá eftir það, koma þeim í rúmið, fá ógeð á titli mínum “Mamma” sem sannarlega er ofnotaður sérlega á kvöldin, fylgjast með facebook, vinna, fara í búð, sækja liðið hingað og þangað, mæta á alla fundina og skólaskemmtanir, og síðast en ekki síst að hlusta á blessaðan páfagaukinn sem virðist að ég held bara vera að missaða.

Fyrir það fyrsta þá hefur hann tekið uppá því að standa á gólinu á morgnana þegar við erum að fara framúr. Hann hefur nýlega fengið aðra staðsetningu og hangir nú fyrir aftan fatahengið, en við sjáum hann alveg samt. Þannig er að ég hef prufað að henda handklæðinu yfir hann og það virkaði í eitt skipti en svo færði ég hann þannig að hann sæi krakkana vera að éta morgunmatinn og þá þagnaði hann… Það má ekki hnerra hér þá heldur hann að það sé verið að tala við sig og verður allur óður og uppvægur.

Um daginn vorum við að snæða hér hádegismat við Bóndi og fiðurbunkinn var út úr búri sínu. Hann var ekki lengi að ráðast á samlokuna mína..

Bódinn sammaðist sín fyrir uppeldið á fuglinum. En djúsinn í könnunni er æði, nokkur epli, nokkrar appelsínur, 1kg gulrætur og vænn engifer stubbur…JÖMMÍ

Hann er líka ótrúlega glisgjarn.

Ég vildi að ég ætti vél sem myndi gera alla þessa hluti fyrir mig sem ég taldi upp fyrst. Ég myndi á meðan bara leika mér og gera ekkert mikið af viti.

En annars er hér gott veður, sól og blíða. Krakkarnir útí garði að leika sér, held ekki að fólkið í þessari blokk stundi kynlífið, það eru engin önnur börn, eða nánast, hér úti að leika. En þau eru góð saman systkinin. Gvenda hefur verið boðið í bíó af bekkjarfélaga sínum sem kveður að mamma sín hafi það að atvinnu að taka þátt í keppnum og vinna þær.. tildæmis vann hún þannig bíómiða að hún getur farið hvenær sem er á hvaða mynd sem er, svo vann hún apparently alveg gommu af tölvuleikjum og fleira og fleira.. Gvendi vill að ég stundi sama starf.. sér örugglega mikla gróða von fyrir sjálfan sig ef ég myndi skipta svona um starfsgrein. Sunnevu er svo boðið í afmæli á morgun. Sindra var boðið í afmæli í gær til Victors vinar síns, en sá hafði valið að taka  Sindra og Ellu sem er með þeim á leikskóla með sér í Capella play, en það er svona leikland í verslanamiðstöðinni Field. Fyndið að hálf spænskur krakki sem Victor er hafi ákveðið að taka báða íslensku krakkan með sér. Þau eiga reyndar öll sameiginlegt að vera tvítyngd. Það finnst mér merkilegur hlutur að börn geti bara talað tvö tungumál án þess að vera í vafa og skipta bara á milli eins og ekkert sé meðan ég þarf alveg að setja mig í gírinn fyrir hvaða tungumál ég ætla að tala.

Jæja.. best að halda áfram að gera heimilið að heimili en ekki ruslakystu, já það hljómar stundum eins og ég geri lítið annað en að þrífa og oft er það jú þannig. En yður að segja þá er ég líka á bráðskemmtilegu 2 vikna yoga og hugleiðslu námskeiði. Skólinn býður uppá ferðir til Smálanda í Svíþjóð, 10 daga, 14 daga, mánuð og 3 mánuði. Mig langar að fara í 14 daga ferðina og þar er ekkert sem heitir sími, tölva, sjónvarp, útvarp eða neitt þannig..PÆLDU íðí…!! sjitt hvað það væri góð pása. En svo er líka þriggja mánaða ferð, en þar er þarmaskolun á boðstólnum fyrstu dagana með sérstakt mataræði sem úthreinsun.. ég veit ekki aaaaalveg með það..hehe, fullt af fólki að hreinsa út úr sér kúk á sama tíma.. maður lifandi.