16  vikur þýðir að ég hef fengið í jafnlangan tíma (aðeins styttra kannski) að njóta þeirrar þversagnar alveg í botn að vera væði banhungruð og með alveg ótrúlega mikla velgju.

Hefur þú einhverntíma ekki borðað neitt í heilan dag og svo ekki neitt fyrr en á hádegi daginn eftir? Maginn búinn að vera tómur það lengi að hann er skroppinn saman og í hann bæði svíður, verkjar og garnir gaula? Svoleiðis líður mér á eins og hálftíma fresti.

Næringar þörfin er svona animal like, ég verð að borða NÚNA! Ekki eftir nokkrar mínútur eða hálftíma meðan ég elda heldur á stundinni. Merkilegur ándskoti. Ég man sko alveg eftir að hafa verið svöng á hinum meðgöngunum en öll einkenni virðast vera eitthvað svo ýkt á þessari.
image

Kannski útaf því að ég er eldri núna og lengsta bil milli barna. Ég veit það ekki. Ferlega leiðinlegt að vera eins og ræfill eins og þessi frábæra mynd ber með sér.. aðallega af hárgreiðslunni, sem ég fór með til borgarinnar, inní búðir og inná veitingastað, án þess að vita að hún var svona flott. Ég fór samt ekki í náttfötunum út að borða þó mér hefði ekki liðið illa með það, það er bara aðeins of gott að vera á náttfötunum, sérstaklega þegar maður gerir lítið annað en að liggja í sófa. Reyndar hef ég verið minna velgjuleg síðustu 3 daga, ég byrjaði að taka inn b-vítamín. Hafði heyrt af því áður og ákvað að prufa.

Nú og talandi um að liggja í sófa þá get ég ekki legið þar endalaust án þess aðhafast nokkurn skapaðan hlut. Hef því tekið upp prjónana og heklunálina. Prjónaði sokka á Örverpið og er að prjóna sokka á hina líka. Fór á garnfillerí og þrátt fyrir að eiga lopa fyrir 15 lopapeysur og annað garn fyrir ótrúlega margt fleira þá fór ég og keypti garn.

image

Meiningin er að hekla úr því rúmteppi. NEI! haha! Ég veit ekki til að hið ófædda sé kvenkyns, þetta á að fara í rúmteppi fyrir Sprengjudolluna.

Ef ég dett í það þá get ég ekki stoppað og fór á fræfyllerí líka. Keypti 36 tegundir af fræjum! Lord ó mægtí.
image

Tíminn verður bara að leiða í ljós hvort mér verður teppi úr garninu og sumarblóm, kryddjurtir og grænmeti úr fræjunum.