Mér finnst ekkert í lagi að stela hjóli.  Held það sé almennur misskilningur hjá Íslendingunum frábæru öllum sem hér búa að það sé í lagi að taka bara hjól, hvar sem er. Það er tvennt í þessu. Hér eru merkt hjól sem á að fjarlægja af og til. Þau eru merkt með einhverjum límmiða, gulum að mér hefur sýnst og þau er kannski “í lagi” að taka..svona fyrst á að fjarlægja þau hvort eð er. Svo eru önnur hjól sem eru bara á víðavangi.. sum á þau enginn eða þau eru stolin og liggja bara einhverstaðar.

Það er ekki í lagi að taka bara eitthvað hjól þó það hefi legið lengi og sé jafnvel loftlaust. Það gæti verið að eigandinn sé alveg jafn latur og þú og hafi ekki haft rænu á því að pumpa í dekkfjandann í fleiri vikur og þessvegna sé hjólið strandað þar sem það er.

Já þetta segi ég hin bitra pía, sem hefur fengið 3 Christiania hjólum stolið af mér, barnasætinu af hjólinu mínu og nokkrum illafengnum hjólum.

Af hverju mitt hjól er alltaf látið í friði er held ég því ég elska það endalaust mikið.

Ég er svo handviss um að þetta sumar eigi eftir að verða eitt það besta. Ég finn á mér að það eigi eftir að vera svo skemmtilegt að ég á eftir að lifa á því langt fram á vetur. Já, það er strax byrjað að plana allskonar skemmtilegt.

Og varðandi operation Skipt um Líf þá er ég líka byrjuð á því. Á eftir fer ég með minn þreytta og stirða kropp í nudd og svo byrja ég í Yoga bráðum.. þá er ég að skvetta í mig sexy morgensmoothie og reikna með að dagurinn í dag fari í að slást við að fá mér ekki nammi. Ég er ** ára og þetta er í fyrsta skipti sem ég reyni að hætta að éta nammi, það verður þrautin þyngri.