Nú hef ég setið dágóða stund fyrir framan skjáinn og er í sömu stöðu og ringlaður rithöfundur á kaffihúsi í Suður Frakklandi… s.s það er eitthvað sem ég vill segja en kem því ekki á blað. Það er heldur ekki vegur fyrir mig að útskýra það með orðum. Það hefur heldur ekkert verið mín sterka hlið, annaðhvort er það ekki mín sterkasta hlið eða að ég kannski bara aldrei prufað það almennilega. Þessvegna er ég kannski líka ** gömul og kann ekki að tjá mig.

NÚNA er ALLT eins og það á að vera….líka núna, ..og núna já og núna.

Það er fönkí að staðhæfa að allt sé eins og það á að vera þegar manni líður eins og maður vilji heldur loka hurðinni á þessu lífi og heilsa því næsta. Hvernig getur þá allt verið eins og það á að vera. Kannski finnur maður það bara þegar maður er kominn að einhverju leiti frá hurðinni að maður sér að það er kannski allt eins og það á að vera, það er á þeirri sekúndu að ég er róleg allstaðar, í hjartanu, í maganum, í hausnum og ég í öllum skilningi minnar tilveru er bara ró-leg.

Það er þegar ég er búin að vera í óttakasti, eymdarkasti, volæði, stresskasti, kvíðakasti, maníukasti og ruglinu almennt að ég fæ hugljómanir um hvað hefur verið að ganga á og til hvers ég þarf að reyna hitt og þetta.

Mér hefur fundist að minn Æðri hafi nú ekki lagt auðveldustu verkefnin fyrir mig. OK…stoppa þú!!! Ég veit alveg og hef sagt það áður á einu eða öðru bloggi að það er fólk þarna úti sem hefur það verra en ég. Ég lít bara ekki þannig á það, ég lít á það þannig að þú og annað fólk hefur það eins og þú og annað fólk hefur það..fattaru? Basically, það sem er erfitt fyrir þig gæti verið ekkert mál fyrir mig. Minn sársauki hverfur ekki og ég vill ekki að hann hverfi þó aðrir kunni að finna meira til.. það getur enginn og ætti enginn að dæma eins eða annars sársauka hvorki í samræmi við sinn eigin eða annarra.

Einhverju er verið að reyna að koma til skila hingað niður til mín. Ég hef verið með galopin eyrun að ég held, en það eru hreinlega of mikil læti í hausnum á mér  að ég heyri bara ekki neitt. Þessvegna hlítur að vera að sé baunað á mig verkefnum, sem öll hafa sömu niðurstöðuna,  með svo miklum hraða að ég næ varla að koma upp og anda á milli.

Allt á við um samskipti við annað fólk. Ég var búin að skrifa póst um  það hvernig ég hef verið að því í mínu lífi að nauðga því uppá mitt fólk að bera ábyrgð á því að ég sé hamingjusöm. Ég veit eins vel og allir vita að “hver er sinnar gæfu smiður” .. en það var ekki fyrr en um daginn, þegar ég var uppgefin.. já og búin að gefast upp að ég fattaði þetta fyrir alvöru.

Þetta hljómar eitthvað svo einfalt.. en fyrir fólk eins og mig þá er það bara ekkert einfalt að vita og skilja að “hver sé sinnar gæfu smiður” .

Í dag er ég partur af risastórri halarófu. Ég er í miðjunni og mig elta manneskjur sem eru hrifnar af mér og ég elti manneskjur sem ég er hrifin. Hvernig ég sá það ekki fyrr að ég get ekki gert fólk hamingjusamt og annað fólk getur ekki gert mig hamingjusama er jafnmikil firra og að ég myndi hætta að nota tölvur og internet (það er ekki að fara að gerast, hehe).

Tilfinningin sem ég hef yfir þessari uppgötvun kemst kannski ekkert á blað og þetta þvaður trúlega varla skiljanlegt en ég fékk skilaboðin að ofan.. eftir 4 mánaða tilfinninga rússíbana sem endaði með því að fara af teinunum, var ég leidd út úr brakinu og kveikt hjá mér ljósið. Ég sá að á borðinu mínu lá bréf og í því stóð:

“Why else do you think a person has come to you? I tell you this: every person who has ever come to you has come to receive a gift from you. In so doing, he gives a gift to you- the gift of your experiencing and fulfilling Who You Are. When you see this simple truth, when you understand it, you see the greatest truth of all:

I HAVE SENT YOU NOTHING BUT ANGELS.”
(An Uncommon Dialouge, Book 2, p. 343)

Að þessu sögðu verð ég að taka fram að ég elska alla sem á eftir mér eru og alla sem á undan mér eru. Ég elska allt fólkið mitt og það eruð öll þið. Ég elska fjölskyldurnar mínar og alla englana sem ég hef fengið að kynnast. Takk.