..eða þau eru ekkert að springa eitthvað frekar en aðra daga. Þau eru reyndar merkilega róleg. Vinur Bónda kom í heimsókn þarna um daginn þegar við stungum og steiktum laufabrauðið. Hann heitir Úan..eða Juan..eða eitthvað þannig. Sem grín að sjálfsögðu, sagði Bóndi við hann þegar hann tók í höndina á Aldísi sem þarna sat að hún væri konan sín og ég væri hin kærastan. Hann leiðrétti ekkert, eins og honum einum er lagið, en við vitum eiginlega ekki hvað hann hefur eiginlega haldið… en svo þegar ég fór að pæla í því þá er ekkert furðulegt að hann haldi það…

Aldís er nefnilega oftar í mínu eigins eldhúsi að elda heldur en ég. Það er allt gott og blessað, ég er bara fegin að einhver nennir að vera þar B’ondanum til stuðnings. Annars þá er hún þarna á annarri myndinni í dag að möndla skötu sem við (þau ..) suðu. Ég bjóst við að þurfa að endurþvo öll fötin í öllum skápum, skúra allt uppá nýtt og jafnvel mála pleisið svo mikla lykt/fýlu hafði ég ímyndað mér. En skata er auðvitað bara soðin í 10 mín eins og annar fiskur og það var eiginlega engin lykt. Ég smakkaði hana ekki en Gummi smakkaði. Hann hafði orð á því að maður fengi eiginlega illt í magann af þessu þó það væri gott. Skatan kom frá Íslandi eins og eiginlega allt sem við leggjum okkur til munns þessa dagana. Núna liggur Bóndi t.d í sófanum að horfa á Pretty Woman og rífur í sig harðfisk á meðan. Við suðum líka saltfiskinn sem mAmma R kom með í nóvember og mamma hans Brynjars kom með skötuna. Það var eitthvað við það að hafa mömmu hans þarna. Maður er bara ennþá eins og barn, ef það hættir þá nokkurntíma, bara að hafa einhvers mömmu þó við höfum ekki hitt hana áður, þá var það ótrúlega þægilegt svona í anda þess að við eigum jú mömmur og pabba sem við söknum…væææææl.

En, við héldum líka jólahlaðborð með öllum íslenska matnum. Eða því var þannig háttað að við buðum fólkinu okkar að borða, en það átti sjálft að koma með matinn, hljómar eins og eigingjarnt eða furðulegt en það var svona fællesbuffet eins og er svo oft í skóla krakkanna, þar sem allir koma með einhvern rétt á borðið. Og það eru myndir frá því og fleiru hér.