Ég er alvöru bústýra… Ég er Bústýra allra tíma. Ég er svo mikil bústýra að ég bauð öllum einsetu mönnum sem ég þekki í þessari borg að borða með mér á föstudagskvöldið síðasta. Þeir voru reyndar bara tveir og annar þeirra er reyndar enginn einsetumaður. Og þeir voru ekkert allir einsetumenn sem ég þekki… ég þekki alveg fullt af þeim en býð bara útvöldum heim til mín. Númm, þessi sem liggur þarna í sófanum mínum hafði það aaaaaðeins of gott og steinrotaðist þar sem hann lá. Ég hafði sett hinum fyrir að laga í tölvu einni hér á þessu heimili og á meðan þeir dunduðu sér og sváfu voru börn úti að leika og ég að klambra saman kvöldmat. Þvílík stemmning.

Vinkonurnar átu kjúkling sem fékk að vera með á þessari mynd. Ekki furða að hann hafi verið látinn pósa á myndinni því hann lék jú aðal atriðið í þessu boði.

Og Örverpið var þarna líka. Það er erfitt að taka hann alvarlega þessa dagana þar sem hann valsar um stoltur með gult naglalakk. Naglalakk sem rétt eftir að ég sagði honum að bíða, ég skildi setja á tærnar á honum rétta á eftir, hann setti uppí sig og útum allt. Maður ætti ekki að gleyma því að hann sé 4 ára þó hann sé í fötum af sex ára.

Hvað er framundan er hulin ráðgáta, nema ég veit að Prins heimilisins er að detta í að verða 9 ára unglingur og er á leiðinni í ferðalag með skólanum sínum og síðan heim til Íslands til að vera með sinni föðurfjölskyldu á tímum gleði og gjafa. Allt að gerast.

Hér fer því afmælisgjafa óskalisti hans:

  • Peningaskápur
  • Peningar
  • tvær inneignir í símann
  • eitthvað legó
  • einn páfagauk til
  • einn hamstur til
  • kött
  • tölvu

Góður listi.