Þá eru allar tómstundir og þessháttar komið á sinn stað. Síðast datt inn myndlistarskóli fyrir Fagra, hann er búinn að fara tvisvar og elskar það í ræmur.

Þetta hefur í för með sér töluvert hjól hingað og þangað, en síðast þegar við Sprengjan hjóluðum í danstíma þá rákumst við á þetta dæmi. Ok rákumst ekki á það, ég vissi að þetta væri þarna. Ég er svo stórlega hrifin af þessu að það hálfa væri nóg. Án þess að vita það nákvæmlega þá sýnist mér að kerin þar sem er verið að rækta hitt og þetta í, séu í ræktun af fólki sem hefur það ekki andlega gott, sem býr á stofnun þarna við hliðina á.

Þarna inni eru spikfeitar hænur í búri og inní búrinu þeirra eru síðan pínulitlir smáfuglar, s.s sem komast í gegnum hænsnanet, að ræna þær korninu. Sáum téða smáfugla líka vera að kroppa í sólblómin sem þarna eru í kring.

Síðast en ekki síst, er inngangurinn á þetta svæði geðveikur. Sjitt hvað þetta er mega tryllt flott. Búið að vefja einhverskonar gang með holum og fylgsnum og leynigöngum og blómabeðum, úr trjágreinum. Ég held síðan að trjágreinarnar séu að einhverju leiti lifandi, það eru amk lauf á sumum.