Það sem ég elska við Kaupmannahöfn er að ég get verið að koma á nýja staði alveg endalaust. Líka þó ég sé eiginlega alltaf að fara þar um.

Áðan t.d fór ég nýja leið í vinnuna. Fyrst með Metró útí Örestad og svo þaðan með Svíatóginu á Nörreport. Þegar ég kom upp gekk ég upp tröppur sem ég hafði aldrei gengið áður.

Mun skemmtilegra til frásagnar er ferðin sem við fórum um jólin með mÖmmu L og Jóa.  Ég veit ekki afhverju Eiginmaðurinn hafði ekki farið með mig  þarna áður, hafði vitað um þessa gersemi heillengi.

Torvehallerne eru hús við Nörreport. Ég fékk pínulítið á tilfinninguna að ég væri að ganga inní gamla Blómaval, svona hálfgerð glerhús. Tvö hús. Í fyrsta húsinu sem við fórum inní voru litlir básar eða búðir með ÖLLU mögulegu í kjöt, fisk og fugli. Tapas, snittur, spægipylsur, fiskiborð, verslun með hnífa, barir, ostar, smörrebröðð og bara allt og þvílík og önnur eins stemmning.

Gólað á milli, allir búðamennirnir með bros á vör, margir að vinna í hverjum bási það var svo mikið húbbla. Meirihátta.

Ég gleymdi í hrifningunni að taka myndir í því húsi. EN. Ég tók smá í næsta húsi. Á meðan þar var gólað og skellt uppúr komum við í aðeins annað andrúmsloft í hinu húsinu.

Þar komum við í allt sem heitir kaffi, súkkulaði, kakó, olíur, vín, glögg og grænt.

torvehallerne3

Þetta eru allskonar olíur. Ólívu olía, avocadó olía, hin og þessi fræ-olía og þú tappar af þessum krukkum í minni glerflöskur og kaupir.

torvehallerne1

 

Þarna í hillunum á bak við eru ennþá fleiri olíur. Og svo allskonar sultur og dótarí í krukku.

torvehallerne4

Svo komst ég í bás þar sem voru kryddjurtir til sölu og lítil pottablóm og litlir blómvendir. Ananas salvía? Ekki heyrt um það áður. Skapi næst að brenna þar niðureftir á morgun og kaupa mér. torvehallerne2

Í sama bási var að finna epli, spírandi baunir, Mariager Sydsalt (veit ekkert hvað er en hljómar svaka kúl) og svo allskonar í krukkum, hunang, sultur og fleira.

Við hliðina á þessum var einn af súkkulaðibásunum í húsinu, þeir eru nokkrir. Þar voru endalausar gerðir af allskonar konfektmolum, heilu plöturnar af allskonar súkkulaði, ljósu, dökku, hvítu, og allir litir með hnetum, möndlum, kirsiberjum (þurrkuðum), núggati og bara nefnduða, þau vorum með allt í súkkulaðinu.

Afgreiðsludaman þar notaði lítinn tré hamar til þess að brjóta súkkulaði plöturnar í sundur þegar við keyptum smá smakk.

Á milli húsanna er síðan grænmetistorg. Ég fór einn rúnt þar og þar var að finna allt grænmetið og allar gerðir af sveppum. Afskorin blóm og mosa. Og greni náttlega því það voru að koma jól.

Í miðjunni var síðan risastórt eldstæði með kolum þar sem hægt var að standa og hlýja sér.

Þetta var einn af hápunktum jólatíðarinnar fyrir mig. Bæði því ég hafði aldrei farið þarna áður og þvílík upplifun! Allir virkuðu eitthvað svo glaðir og slakir og bara svona, okkur langaði bara að sækja um vinnu þarna.