dud-med-hund-beggjavegna

Ég veit ekki hvort þessi samferðamanneskja mín í hinni daglegu ferð í búðina er maður ellegar kona. Það er amk í bláum samfestingi og í fjólubláum ermalöngum bol innanundir og ferðast um á þríhjóli.

Það sem er merkilegt við þessa mannsveskju og ástæða þess að ég þóttist vera að taka selfie á meðan ég stóð álengdar og súmmaði eins og ég mögulega gat og smellti af, alveg nokkrum sinnum, er það sem hún/hann er með á bögglaberanum og svo framaná hjólinu.

Þar eru nefnilega tveir hundar. Þessi framaná er greinilega meira hlýðinn þar sem hann er bara ofan í körfunni sinni, með lítið handklæði undir körfunni. Hann hefur líka hlutverk, en það er að passa vörurnar sem voru keyptar í búðinni.

Hitt snjáldrið hýrist í gamalli innkaupakörfu á bögglaberanum. Sennilega ekki eins hátt settur og þessi framaná, því hann þarf að hafa gamla hjóla körfu ofaná innkaupakörfunni. Innkaupakarfan og hjólakarfan voru bundin saman með bandi.

Þessi mun sennilega ekki deyja ráðalaus.

P.s HVAR er barnið sem á að vera í rauðu kerrunni ????