Litli Herforinginn að sprullast úr spenningi yfir því að hafa falið sig í gallabuxnunum í karladeildinni í HM í gær. Eiginmaðurinn að máta og ég að dæma og hún var ekki að fást til að vera kjur. Blessað barnið..

Hér er allt í kössum. Allstaðar. Hitt og þetta dót að dúkka uppúr skúffum, undan skápum, hillum og rúmum og neðan úr innstu djúpum leikfangakassanna. Þar á meðal fann Herforinginn málband. Það er appelsínugult, ég hef aldrei séð það áður.

Hún möndlaði það með sér, lagðist svo í sófann og mældi frá öðru hné til hins og gólaði í hneykslunartón að hún væri bar hálfkomm lítil. Vatt sér svo að mér og lagði málbandið á lærið á mér og tilkynnti að ég væri einnig hálfkomm lítil (du er halvkomm lille).

Flutningsstatus er þessi: alltí einu höfðum við bara 3 daga til að pakka niður og þrífa allt. Nú er einn af þeim dögum liðinn. Þannig það eru bara 2 dagar eftir. Kannski 1/4 kominn í kassa og túdú listinn yfir það sem þarf að þrífa hefur lengst en ekki styst. Hjálpimér.